Gamalt og nýtt

Í ritinu Gamalt  og nýtt frá árinu 1950 er að finna eftirfarandi vísu:

Örsökin.

Maður ávarpaði stúlku á þessa leið:

Þú ert þykk að framan

þar með föl á kinn.

Stúlkan  svaraði:

Við höfum lengi sofið saman

sú er orsökin.

 

Svipaða vísu lærði ég fyrir margt löngu, en þá var hún Svona.

Stúlka ávarpaði mann á þessa leið:

Því er ég svona feit að framan

og föl á kinn?

Og hann svaraði :

Það hefur einhver gert þér gaman

og gamninu slegið inn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannast við þessar..... Og ef mér skjátlast ekki þá er þetta handbragðið hans Egils Jónasonar frá Húsavík þess mæta mans. Þau hjón þekkti ég mjög vel og var oft og iðulega settur í pössun hjá þeim enda bjuggu þau í sama húsi og foreldrar mínir..

Halldór B. Halldórsson (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 13:41

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Halldór og takk fyrir innlitið. Ég held að seinni vísan sé eftir Sveinbjörn Benónýsson.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.12.2011 kl. 14:50

3 identicon

Já sæll og blessaður Simmi, já þú segir það, þetta kostar rannsóknarvinnu því ég held mig fast við Egil Jónasson frá Húsavík, þessar hendingar voru hafðar uppi oft og iðulega eftir að maður komst til vits og ára. Verst að maður á ekki bókina hans en ég læt þig vita því ég er ekki sáttur fyrr en kominn er botn í þessar tvær stökur... Já held að minnið svíki mig ekki Simmi og ætla ég mér að halda fast í þá skoðun mína að hendingarnar tvær séu eftir Egil,  kyngi því með með glöðu sé þetta rangt hjá mér... En haltu áfram á sömu braut Simmi, alltaf gaman að glugga í skrifin þín... Með bestu kveðju einn þrjóskur.

Halldór B. Halldórsson (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband