25.11.2011 | 23:36
Skemmtilegt bréf
Föstudagsgrín
Bréf frá ljóskumömmunni til sonarins...
Kæri sonur,
Ég ákvað að skrifa þér til að láta þig vita að við pabbi þinn erum flutt.
Pabbi þinn las í blöðunum að flest slys verða innan við kílómetra frá heimilinu. Við ákváðum því að flytja aðeins lengra í burtu. Ég skrifa þetta hægt af því að ég veit að þú lest ekki hratt....
Veðrið er þokkalegt. Í síðustu viku rigndi bara tvisvar, fyrst í þrjá daga og svo í fjóra, en rokið var svo mikið að hænurnar verptu sama egginu tvisvar.
Varðandi jakkann sem þú baðst mig að senda þér, þá sagði Viggó frændi að það
væri of dýrt að senda hann í pósti af því að tölurnar eru svo þungar. Þess vegna hef ég klippt þær af og sett þær í hægri vasann.
Júlía systir þín er loksins búin að eignast barn. Við vitum ekki enn hvort kynið það er svo ég get ekki sagt þér hvort þú hafir eignast frænku eða frænda. Ef barnið er stúlka, ætlar systir þín að nefna hana eftir mér. Ég held að maður eigi eftir að venjast því að kalla barnabarnið sitt "mamma".
Það gengur verr með Mikka bróður þinn. Hann læsti bíllyklana inni í bílnum sínum og neyddist til að labba alla leið heim til að sækja aukalyklana svo að við kæmust út úr bílnum.
Ef þú hittir Karlottu þá skilarðu kveðju frá mér- en ef þú hittir hana ekki,
þá skaltu ekki að segja neitt við hana.
Láttu mig vita ef þú færð ekki þetta bréf. Ég sendi það þá aftur.
Þín mamma
PS. Ég ætlaði að senda þér nokkrar krónur en var búin að loka umslaginu.
Ég ákvað að skrifa þér til að láta þig vita að við pabbi þinn erum flutt.
Pabbi þinn las í blöðunum að flest slys verða innan við kílómetra frá heimilinu. Við ákváðum því að flytja aðeins lengra í burtu. Ég skrifa þetta hægt af því að ég veit að þú lest ekki hratt....
Veðrið er þokkalegt. Í síðustu viku rigndi bara tvisvar, fyrst í þrjá daga og svo í fjóra, en rokið var svo mikið að hænurnar verptu sama egginu tvisvar.
Varðandi jakkann sem þú baðst mig að senda þér, þá sagði Viggó frændi að það
væri of dýrt að senda hann í pósti af því að tölurnar eru svo þungar. Þess vegna hef ég klippt þær af og sett þær í hægri vasann.
Júlía systir þín er loksins búin að eignast barn. Við vitum ekki enn hvort kynið það er svo ég get ekki sagt þér hvort þú hafir eignast frænku eða frænda. Ef barnið er stúlka, ætlar systir þín að nefna hana eftir mér. Ég held að maður eigi eftir að venjast því að kalla barnabarnið sitt "mamma".
Það gengur verr með Mikka bróður þinn. Hann læsti bíllyklana inni í bílnum sínum og neyddist til að labba alla leið heim til að sækja aukalyklana svo að við kæmust út úr bílnum.
Ef þú hittir Karlottu þá skilarðu kveðju frá mér- en ef þú hittir hana ekki,
þá skaltu ekki að segja neitt við hana.
Láttu mig vita ef þú færð ekki þetta bréf. Ég sendi það þá aftur.
Þín mamma
PS. Ég ætlaði að senda þér nokkrar krónur en var búin að loka umslaginu.
Athugasemdir
Snilld he he.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 26.11.2011 kl. 01:05
Sæll meistari Sigmar.
Hugfast sveinar hafi það,
Helst á leynifundum,
ýmsa greinir á um,hvað
orðin meina stundum.
Þetta er einn af gullmolum Káinns
en honum var tamt að yrkja um hinar ýmsustu hliðar mannlegrar hegðunar og ekki hvað síst um konur og samskiptin við þær.
Hafðu góða helgi félagi.
Kv Laugi
Sigurlaugur Þorsteinsson, 26.11.2011 kl. 11:30
Hahaha frábært takk fyrir mig
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2011 kl. 12:49
Sæl öll og takk fyrir innlitið.
Takk fyrir vísuna Laugi, alltaf gaman að fá góðar vísur, þú klikkar ekki frekar en fyrri daginn
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 26.11.2011 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.