Frábært björgunartæki sem Sigmund Jóhannsson hannaði

Sigmund teiknari m.mÞann 19. maí 1993 var fyrst kynntur í vikublaðinu Fréttum í Vestmannaeyjum nýr björgunarbúnaður sem auðveldar og flýtir björgun úr stönduðum skipum. Hugmynd Sigmunds er eins og svo margar hugmyndir hans sáraeinföld.

Þann 8. júní 1993 var sagt frá þessu í Morgunblaðinu að Sigmund hefði hannað nýtt björgunartæki,sem gæti komið í stað gamla góða björgunarstólsins sem bjargað hefur hundruðum sjómanna úr lífsháska. Þetta er ein af þeim hugmyndum Sigmunds sem Félag áhugamanna um öryggismál sjómanna í Vestmannaeyjum  barðist fyrir en hefur ekki fengið að þróast þar sem ekki er skilningur fyrir mikilvægi þess.  Gamli björgunarstóllinn var bylting í öryggismálum sjómanna á sínum tíma,  þessi hugmynd Sigmunds með nýju tækjunum er í raun þróun á þeim tækjum. Þarna er reiknað með að hægt sé að taka mun fleiri menn á styttri tíma og Sigmund færir þessi tæki nær nútímanum þar sem hægt er að krækja mönnum sem eru í björgunarbúning beint á línuna og draga í land úr t.d. strönduðu skipi.

Á þessum tíma höfðu Björgunarfélagsmnn verið fengnir til að prófa búnaðinn og reyndist hann vel í alla staði, þeir töldu hann góða viðbót við hinn hefðbundna björgunarstól. Talið var að þarna væri komin enn ein bylting frá Vestmannaeyjum  í björgunar og öryggismálum sjómanna. Allir sem fylgdust með þessum tilraunum og þeir sem kynntu sér þessi nýju tæki voru sannfærðir um að þetta væri framtíðarbjörgunartæki sem það er örugglega, það er bara spurnig hvenær menn kveikja á peruni.  Þessum björgunarbúnaði er ágætlega lýst af Gími Gíslasyni í grein Morgunblaðisins  8. júni 1983 sem hér fer á eftir:

-

Nýtt björgunartæki Sigmunds Vestmannaeyjum.

Vestmannaeyjar Nýtt björgunartæki Sigmunds Vestmannaeyjum.

SIGMUND Jóhannsson, uppfinningamaður og teiknari, hefur undanfarið unnið að hönnun á nýju björgunartæki. Um er að ræða tæki sem notað er til björgunar úr skipum með línu og kemur í stað gamla björgunarstólsins.

Hönnun Sigmunds er mjög einföld og tækið fyrirferðarlítið. Lokanlegri blökk er smellt uppá björgunarlínuna og festingum sem koma neðan úr henni er krækt í sylgjur á flotgöllum eða í björgvinsbelti. Tækið hefur þá kosti umfram björgunarstólinn að það er hægt að draga marga menn eftir línunni í einu og taka þannig heila áhöfn í einni bunu í stað þess að taka einn og einn og þurfa alltaf að draga stólinn út til baka eins og gert hefur verið.

-

Sigmund með nýja búnaðinnGæti valdið byltingu

Félagar úr Björgunarfélagi Vestmannaeyja prófuðu tækið fyrir skömmu í Vestmannaeyjahöfn. Gekk prófunin vel og voru allir sammála um að þarna væri á ferðinni tæki sem gæti valdið byltingu í björgun með fluglínutækjum. Björgun tæki mun styttri tíma og gengi betur fyrir sig. Við prófunina voru fimm menn dregnir í röð eftir björgunarlínunni og gekk það vel og snurðulaust fyrir sig og tók það ekki miklu lengri tíma en það hefði tekið að ná einum manni með björgunarstól.

Grímur

Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson

Á myndinni er Sigmund Jóhannsson með nýja búnaðinn sem hann hefur hannað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Simmi.

Gaman af þessum göglu fréttum úr blöðunum. Já Eyjamenn hafa löngum verið í fararbroddi hvað varðar öryggismál sjómanna

og oftar en ekki rekið sig á vegg kerfisins, saman ber upphaf gúmbjörgunarbátana o.fl.

Kv. frá Eyjum Leifur

Leifur í Gerði (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 11:19

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Leifur og takk fyrir innlitið. Já Eyjamenn hafa verið í fararbroddi í þessum málum í 80 til 90 ár og vonandi verður svoum ókomin ár. Það er einnig rétt hjá þér að það hefur ætíð kostað mikla vinnu og ekki síst þolinmæði að koma þeim öryggisbúnaði á framfæri og í lög. En við Eyjamenn höfum sem betur fer haft þolinmæði og baráttuanda til að klára mörg mál. En ég hef verið nú síðustun daga að setja inn á bloggið þær hugmyndir sem við höfðum ekki í gegn en eiga örugglega eftir að verða að veruleika seinna meir. Ég vildi að fleiri gerðu hér athugasemdir við þessi ´skrif mín hér á blogginu. Það vantar sárlega umræðu um þessi mál því umræðan skilar okkur áfram til að bæta öryggi sjómanna..

Ég kem til Eyja nú í desember, og þá væri gaman að hitta þig og ræða aðeins málin Leifur

Kær kveðja til Eyja Sigmar Þór

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 25.11.2011 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband