Texti við Þjóðhátíðarlag 1985

img060

----------------------

Lag Lýður Ægisson og texti Guðjón Weihe

Í skjóli fjalla

; Í Herjólfsdal vil ég vera

vaka þar kvöldin löng.

Ævintýrin bjarmarnir bera

brekkurnar óma af söng.;

--

Mig heilla dalsins hlýju nætur

við húmsins skýru ævintírarún..

Logar bálið lýsir kletta rætur

leiðist æskan fram með tjarnarbrún.

--

Hér vil ég lifa – leika í skjóli fjalla

og líta yfir ævifarinn veg.

Ó ef ég mætti öll þau aftur kalla

árin sem að liðu á hulduveg.

--

Í Herjólfsdal vil ég vera o.sf.frv.

--

Hvað er fegra en dalsins frjálsu stundir

fannhvít tjöld og bál í klettasal.,

Fagra söngva fjöllin taka undir

friður ríkir inn í Herjólfsdal.

--

Hér vil ég lifa – leika í skjóli fjalla

og líta yfir ævifarinn veg.

Ó ef ég mætti öll þau aftur kalla

árin sem líða áhulduveg.

--

Í Herjólfsdal vil ég vera o.sf.frv.

 --

Þetta ljóð er tekið úr Þjóðhátíðarblaði týrs 1985, og er texti við þjóðhátíðarlag það sama ár, lagið gerði Lýður Ægisson sem einnig er góður textasmiður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband