Brúðkaup Ingu Marenar og Sævars Jón 11.11.2011

Brúðkaup og fl 019Brúðkaup og fl 021

 Í gær þann 11.11.11. var okkur Kollu boðið í brúðkaup þeirra Ingu Maren Ágústsdóttur og Sævars Jóns Gunnarssonar. Hóst það með því að þau voru gefin saman í Akraneskirkju kl. 18. Sú athöfn var bæði virðuleg og skemmtileg þar sem presturinn var óvenju léttur og skemmtilegur. Hann flutti stutta en góða ræðu þar sem hann sagði  sögur af þeim Ingu Maren og Sævari Jóni. Þar kom meðal annars fram að þau eru bæði fædd sama dag og sama ár það er að segja 11.11.1974 og eru því nákvæmlega jafn gömul eða 37 ára. Það var auðheyrt að kirkjugestir skemmtu sér vel undir ræðu prestsins.

Eftir athöfnina fóru þau í skreyttum brúðarbíl sem var gamall olíubill frá ESSÓ Olíufélaginu og keyrði brúðguminn sjálfur bilnum. Haldið var í Miðgarð þar sem haldin var glæsileg veisla með tiheyrandi skemmti atriðum.

Brúðkaup og fl 023Brúðkaup og fl 050

Hér hleypir Sævar búðguminn Ingu Maren brúði sinni út úr bílnum svolítið sérstakt að sjá hana koma út úr olíubíl frá ESSO í brúðarkjól. Þá er hér mynd af þeim hjónakornum þar sem þau störtuðu veislunni með því að skera af fjagra hæða brúðartertunni.

Brúðkaup og fl 056Brúðkaup og fl 028

 Veislustjóri var Ásta Laufey Ágústsdóttir og stóð hún sig vel í því embætti. Ekki má gleyma að minnast á frábæran veislumat sem var bæði mjög góður og fallega borin fram.

Brúðkaup og fl 036

Við háborðið sitja t.f.v: Ágúst, Ingibjörg, Inga Maren, Sævar Jón,  Kristný og Gunnar.

Brúðkaup og fl 071Brúðkaup og fl 043

Hluti af veislugestum sitja við veisluborð.

Brúðkaup og fl 042Brúðkaup og fl 054

Kolbrún og Sveinbjörg og undirritaður og Baldur

Brúðkaup og fl 077Brúðkaup og fl 074

 Ein af gjöfum til brúðhjónanna var velbúið aukahebergi í íbúðina þeirra sem var búið ljósi og heyrnatóli með útvarpi og tilheyrandi búnaði, en það var eitt af því sem þau óskuðu sér í brúðargjöf, að fá smá stækkun á íbúðinni sem þau búa í en þar sem hún er í blokk var ekki auðvelt að stækka hana  svo þetta var lausnin. En Sigurþór bróðir Ingu Maren afhenti gjöfina eftir að hafa sýnt hvernig ætti að nota hana.

Sem sagt skemmtilegt brúðkaup sem lengi verður í minnum haft. Takk fyrir okkur.

Brúðkaup og fl 080

 Brúðhjónin Inga Maren Ágústsdóttir og Sævar Gunnarsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband