7.11.2011 | 00:00
Lokunarbúnaður víraopa á spilrými
Í Vestmannaeyjum var í mörg ár starfandi hópur manna sem sem höfðu það eitt á stefnuskrá sinni að auka öryggi sjómanna. Sjálfur var ég einn af þeim og þar með einn af þeim sem stofnaði Félag áhugamanna um öryggismál sjómanna í Vestmannaeyjum.
Þetta félag sem eigönu voru í sjálfboðaliðar kom mörgum góðum hlutum í gagnið sem í dag hafa bjargað mörgum sjómönnum frá alvarlegum slysum og dauða. Má þar nefna öryggi við netaspil, Sigmund losunar og sjósetningarbúnað, Björgvinsbeltið, ljós í stiga á bryggjum og áhugamenn um öryggismál sjómanna í Vestmannaeyjum komu fyrst Markúsarnetinu á framfæri svo eftir var tekið.
Þó margt hafi áunnist kostaði það mikla vinnu og baráttu að koma þessum hlutum í gagnið, oft talið í árum og stundum áratugum. Það sem færri vita er að margt sem við vorum að berjast fyrir komst ekki áfram þó augljóslega væri það til bóta fyrir öryggi sjómanna. Mér hefur oft langað að koma þeim hugmyndum hér á framfæri á blogginu mínu, og ætla ég hér að kynna það fyrsta
Tvö nýleg fiskiskip frá Vestmannaeyjum fórust fyrir nokkrum árum með ekki löngu millibili, þau voru Andvari VE og Ófeigur VE , báðir þessir bátar voru með trollspilinn undir veðurþilfari aftast í skipinu og voru stórar víralúgur aftast við skutinn þar sem togvírarnir fóru niður að spilunum, ekki var hægt að loka þessum lúgum þegar skipið var að toga.
Það er talið víst að í báðum tilfellum hafi það átt stórann þátt í að þessi skip sukku að þessi spilrými fylltust af sjó þar sem dælur gátu enganvegin haft við þeim mikla sjó sem komst niður um þessi víraop. Skip eru en með samskonar op í dag.
Ég fékk þó ég segi sjálfur frá, góða hugmynd hvernig hægt væri að gera þessi skip öruggari með þar til gerðum útbúnaði á víraopin, þar sem þau yrðu þannig úr garði gerð að aldrei væri meira op á þeim, nema sem nemur sverleika vírsins. Þarna gengur lokið til hliðana sitt á hvað í falsi og þar sem togvírinn kemur niður í spilrýmið eru gúmmíhjól sem stýra vírnum niður, ef á vírnum eru splæs eða lásar þá geta þessi gúmmíhjól gengið í sundur þar sem þeim er haldið að vírnum með gormum. Með þessu móti hefðu austurdælur vel undan þó leki niður um þessi op, en austurdælur eru mjög öflugar í skipum sem þannig eru útbúin. Ég fékk Daníel Friðriksson hjá Ráðgarði til að teikna þetta upp fyrir mig og læt ég þessa teikningu fylgja hér með.
Þess teikningu sendi ég á Siglingastofnun á sínum tíma og var hún samþykkt til prufu. Við vorum búnir að tala við einn útgerðarmann í Eyjum til að prufa þetta og leist honum vel á hugmyndina, en því miður fórst sá bátur áður en við gátum gert þessa tilraun.
Athugasemdir
Ég var á þessum báðum bátum að leysa af rétt áður en þeir sukku.. Ég var með hugmynd að það væri hannað einhverskonar loftskerari á vírana; það væri hægt að ýta á takka uppí brú og þá færi þessi klyppa á vírana , bátarnir yrðu þá lausir við að vera fastir við botn.?!!
sigmar þröstur óskarsson (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 18:28
Heill og sæll frændi og takk fyrir innlitið og athugasemdina.
Það gleður mig þegar einhver sýnir áhuga á því þegar ég blogga um öryggismál sjómanna, en það eru fáir sem tjá sig um þau mál þegar þau koma til umræðu.
Já ég held að þú hafir sagt mér frá þessari hugmynd þinni, og það væri ekki mikið mál að koma henni í framkvæmd, það væri þá líka nauðsynlegt að geta lokað þessum opum strax og klippt hefur verið á vírana, en þetta eru engin smágöt á spilrýminu.
Enn eru mörg skip með spilrými undir veðurþilfari og þessi risagöt á þilfarinu stundum varin með nautshúð og stundum með segldúk, en því miður engin umræða í þjófélaginu um öryggismál sjómann og það gerist ekkert ef sjómenn tjá sig ekki um það sem betur mætti fara.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 10.11.2011 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.