22.10.2011 | 00:16
Til hamingju Vestmannaeyingar
Lið Vestmannaeyja vann sigur á liði Skagafjarðar í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaganna, sem fór fram í Sjónvarpinu í kvöld.
Þetta er einn sá skemmtilegasti þáttur Útsvars sem ég hef séð lengi, bæði var fólkið í góðu stuði og svo varð þetta spenandi viðureign í restina. Stjórnendur þáttarins stóðu sig vel eins og við var að búast.
Við getum verið stoltir af þessum peyjum sem þarna kepptu fyrir okkur Vestmannaeyinga.
Til hamingju með sigurinn Eyjamenn, það verður gaman að fylgjast með framhaldinu.
Kær kveðja SÞS
Vestmannaeyjar áfram í Útsvari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Til hamingju með sigurinn í Útsvari Eyjamenn,og aðeins eitt stig skildi að. Mér fannst nú Eyjamenn skora ansi mörg stig með því að bjóða mótherjunum á næstu árshátíð,það var sko flott skor hjá Eyjamönnum,og vel gert og hitti í mark sennilegast hjá allri þjóðinni. Fjórfalt húrra frá mér.
Númi (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 01:08
PS:PS: Átti að vera á næstu Þjóðhátíð, en ekki ´´ árshátíð,,
Númi (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 01:10
Tek undir að þetta var alveg ótrúlega skemmtileg keppni. Strákarnir ykkar eru alveg snilldar húmoristar og slógu aldrei af í þeim slag.
Sigurinn var naumur og ergilegt fyrir okkur Skagfirðinga að missa svona mörg stig í kapphlaupinu um bjöllufjandann og svo var nú alveg hryðjuverkabragur á því að eiga að leika loftdælu!
Bráðskemmtilegt og nokkuð sanngjarnt að bæði liðin komist í úrslitakeppnina sem miklar líkur eru á að verði..
Árni Gunnarsson, 22.10.2011 kl. 19:36
Heilir og sælir Númi og Árni og takk fyrir innlitið. Já það var gamajn að fylgjast með þeim þessum keppendum, það er reyndar rétt hjá þér Árni að kapphlaupið átti meðal annars þátt í sigri Eyjamanna.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 22.10.2011 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.