Ísuð skip og gúmmíbjörgunarbátar

Ísuð Elliðaey VE

Gamli og nýji tíminn.

Þessa myndir af Elliðaey VE og Þórunni Sveinsdóttir VE tók ég með nokkuð margra ára millibili. Það sem mig langar að benda á er mikill munur á frágangi á gúmmíbátum, en myndin af Elliðaey er tekin 1974 eða þar um bil þegar ekki var kominn losunar og sjósetningarbúnaður. Þarna uppi á Stýrishúsþaki  til vinstri er kassi vel ísaður og í honum er annar gúmmíbjörgunarbáturinn, hann einnig geymdur fyrir framan stýrishúsið. Þarna á þessum tíma með skipið svona ísað hefði verið erfitt  að ná til eða sjósetja  gúmmíbáta við þessar aðstæður. Það kostaði mörg ár að fá það í gegn að það yrði settur í skip losunar og sjósetningarbúnaður.    

Þórunn Sveinsdóttir ísing

 Þessa myndir af Þórunni Sveinsdóttir tók ég mörgum árum síðar, en á henni má sjá losunar- og sjósetningarbúnað af Sigmund 1000 gerð svokallaður hliðargálgi, þarna er hann vel ísbrynjaður en það skiptir ekki máli því reiknað er með að hægt se að skjóta gúmmíbátnum út þótt hann sé mikið ísaður. Handföng til að sjósetja gúmmíbátinn eru inni í stýrishúsi, úti á dekki eða þar sem menn hafa kosið að koma fyrir handfangi til þess arna. Ef sjómennirnir hafa ekki tíma til að sjósetja bátinn eins og stundum kemur fyrir, þá gerist það sjálfkrafa þegar skipið er komið undir yfirborð sjáfar.

Ísuð ÞS

Þetta skip heitir Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 25 er að koma af Vestfjarðarmiðum þar sem oft er mikil hætta á ísingu, þarna er örugglega gúmmíbjörgunarbáturinn í ísbrynjuðum kassa.

Guðrún Guðleifs ÍS, ísing 4


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottar myndir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2011 kl. 23:30

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Ásthildur og takk fyrir innlitið, já hann er oft kaldur á sjónum

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 22.10.2011 kl. 20:33

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo sannarlega, og svo þarf að berja ísinguna af, svona til að halda ballans ekki satt?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2011 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband