Á stórhöfða, eftir Bjarna Eyjólfsson

Árni Fr Stórhöfðaviti II 

Myndir af Stórhöfðavita og Stórhöfða

Stórhöfðinn 

Fyrir nokkrum árum sendi mér góður vinur minn Heiðar Kristinsson skipaskoðunarmaður gamla bók sem heitir Verkleg sjóvinna handbók eftir Ársæl Jónasson, var hún  gefin út 1952. Bókin átti á sínum tíma að bæta úr þeirri brýnu þörf á að fá handbók fyrir íslenska sjómenn. Margt í þessari bók á enn erindi til íslenskra sjómanna og fletti ég oft upp í henni þegar mig vantar upplýsingar um hvaðeina sem ég er að fást við. En eins og svo oft áður hafði Heiðar límt inn í bókina meðfylgjandi kvæði sem heitir  Á Stórhöfða.     

                                                                                                                                               Á Stórhöfða 

 

Í kvöldsins friði á höfðanum háa

ég hrifinn stóð;

Við hamarsins rætur ég heyrði duna

hafsins blóð.

Ölduniður að eyrum mínum

þess æðaslög

bergmála lætur – í sál mína seitla

seiðandi lög.

 

Ég kom til að heyra sjóinn syngja

seiðandi hreim

ævintýri frá öðrum löndum

um ókunnan heim;

Kóraleyjum og kristal ströndum

með kynjablæ

geislandi sólar, er glitrar og speglast

í gimsteinasæ.

  

Ég kom til að heyra sjóinn syngja

í sál mína inn

um dánar vonir, sem faldar þess felur

við faðminn sinn,

síðustu kveðjur sem sendar eru

sorgbitnum vin,

er einmanna á ströndinni hljóður hlustar

á hafsins dyn.

  

Ég kom til að heyra sjóinn syngja

sama lag

og dunar innst í djúpi míns hjarta

í duldum brag:

sælu blandaða þögulli þjáning,

er þráir frið,

líkt og aldan , sem byltist og brotnar

bjargið við.

 

 Höfundur Bjarni Eyjólfsson. 

Með góðri kveðju til Simma  Eyjapeyja

 Heiðar Kristinsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband