Varskipið Þór í Chile

IMG_2879

Vaðskipið Þór RE smíðað í skipasmíðastöð ASMAR TALCAHUANO YARD í Chile. Skráð lengd skipsins er 84,69 en mesta lengd þess er 93,80 m.  breidd 16 m. og dýpd 7,20 m. Br.tonn: 3920 Aðalvél ROLLS ROYCE 9000

 Meðfylgjandi myndir tók Heiðar Kristinsson skipaskoðunarmaður Siglingastofnunar og fékk ég leyfi hans til að setja þær hér á bloggið mitt, þakka ég honum kærlega fyrir. 

Á myndinni hér fyrir neðan er Georg Lárusson í ræðustól og Sigurður Steinar  skipherra stendur til  hægri .

IMG_2832

Eyjafréttir: "Á dögunum var nýtt og glæsilegt varðskip, Þór afhent Landhelgisgæslunni en skipið var smíðað í Chile. Skipið mun leggjast að öllum líkindum leggjast að bryggju í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 26. október næstkomandi og er það fyrsti viðkomustaður varðskipsins hér á landi. Í kjölfarið er gert ráð fyrir að bæjarbúar geti skoðað skipið. 

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar sagði að þótt ekkert hefði verið formlega ákveðið, þá sé stefnt á það að Þór hafi viðkomu hér í Eyjum, áður en skipið siglir til Reykjavíkur. „Persónulega finnst mér að þetta eigi að vera þannig þar sem Landhelgisgæslan er ættuð úr Eyjum ef segja má sem svo. Björgunarfélagið er í raun upphaf Landhelgisgæslunnar og fyrsta varðskip Íslendinga sem bar sama nafn og nýja varðskipið, var keypt af Eyjamönnum áður en ríkið yfirtók skipið. Að auki eru Vestmannaeyjar okkar aðal verstöð með mikinn fjölda sjómanna svo tengingarnar eru fjölmargar,“ sagði Georg en formleg móttaka skipsins verður svo daginn eftir í Reykjavík".

IMG_2828

Lúðrasveit spilaði við þessa athöfn

IMG_2827

 

IMG_2833

Íslenski fáninn dregin að hún við afhendingu skipsins 

IMG_2842

Myndin er úr brúskipsins sem er hin glæsilegasta og hér fyrir neða er ein áhafnarklefinn

IMG_2872

 

IMG_2876

 

IMG_2886


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband