Nýr glæsilegur bátur frá Trefjum

Nýr frá Trefjum 2820  HF

Þessi bátur heitir Kristján HF 100 og hefur skipaskrárnúmerið 2820, hann er nýjasti báturinn sem kemur úr skipasmíðastöðinni Trefjum í Hafnarfirði. Þetta er glæsilegur bátur búinn Volvo aðalvél. Hann var til sýnis á síðustu Sjávarútvegssýningu.

 

Nýr frá atrefjum 2820


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einhvern óljósan grun hef ég um að þér lítist bara vel á fleyið Sigmar.

Árni Gunnarsson, 30.9.2011 kl. 21:42

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Árni og takk fyrir innlitið. Já Árni það er rétt hjá þér þetta er að mínu áliti mjög  vel smíðaður bátur og ég er sannfærður um að skipasmíðar á smáfiskibátum gerast ekki flottari, ég held að íslenskir smábátasmiðir margir hverjir séu á heimsmælikvarða og ég meina það svo innilega. Enda eru þessir bátar nú seldir til margra landa hér í kringum okkur. Við erum aftur á móti búnir að glata þekkingu okkar á smíði stærri fiskiskipa sem við getum víst þakkað misvitrum stjórnmálamönnum. Það eru ekki til nema örfáir tréskipasmiðir sem geta gert við þau tréskip sem við eigum þó nokkur til enþá. Mikið af viðgerðarmönnum stálskipa á íslandi eru pólverjar sem margir hverir eru þrælklárir og hörkuduglegir stálskipasmiðir, við getum verið þakklátir fyrir að þeir vilji búa hér á landi og vinna við þessa erfiðu vinnu.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.9.2011 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband