Furðuleg ummæli Ólínu

Ekki hef ég mikla trú á því að liðsmenn björgunarsveita hafi áhuga á að standa heiðursvörð um Alþingi við setningu þess á laugardag, enda langt frá því að vera í þeirra verkahring, þeirra bíður mikklu mikilvægara starf það ætti þingmaðurinn best að vita. Alþingismenn hafa nú ekki gegnum tíðina sýnt björgunarsveitum landsins neinn sérstakan velvilja. Ég held að Ólína sé bara hrædd við þann mannfjölda sem kannski verður á Austurvelli til að mótmæla, og vilji því hafa einhverja hrausta menn til taks ef þessi mótmæli fara úr böndunum. Ég skil vel hræðslu hennar.

Við landsmenn ættum allir að standa sem einn maður með lögreglumönnum í baráttu þeirra fyrir sangjörnum leiðréttingum launa. Það er líka mikilvægt að lögreglumennirnir sjálfir standi saman og sýni þessu liði að þeim sé alvara, öðru vísi næst ekki sanngjörn lausn í þessari kjaradeilu. Lögreglan mætti lika vera duglegri við að kynna sitt erfiða og oft á tíðum vanþakkláta starf sem þeir vinna allann sólahringinn.

Það hefur ekki vantað peninga hjá þessari ríkisstjórn þegar verið er að borga þessum skilanefndum og lögfræðingum svimandi peningaupphæðir fyrir þeirra vinnu, sem þeir framkvæma við bestu aðstæður inni á skrifstofu líklega oftast frá frá kl. 9 til 16.

Baráttukveðjur til lögreglumanna


mbl.is Lýsa furðu á ummælum þingmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er langt fyrir neðan virðingu björgunarsveitamanna að standa heiðursvörð um alþingi, svo mikill munur er að virðingu fólks gagnvart þessum tveimur stofnunum, þökk sé m.a. Ólínu Þorvarðardóttur og Birni Vali Gíslasyni.

Þessi hroki og yfirgangur gagnvart lögreglufólki er vægast sagt með ólíkindum. Ólína er kannski bara alltaf "hrædd" og "reið" þegar hún getur ekki ráðskast með fólk.

Björn (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 23:35

2 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Tek heilshugar undir þetta Sigmar.

Jón Baldur Lorange, 27.9.2011 kl. 23:44

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Sigmar.

Sigurður Haraldsson, 28.9.2011 kl. 00:34

4 Smámynd: Dexter Morgan

Sem Hjálparsveitamaður hjá Landsbjörg, get ég sagt með sanni, að svona "verkefni" tæki ég aldrei að mér, jafnvel þótt þetta geti fallið undir skilgreininguna "rústabjörgun". Ég hvet alla félagsmenn Landsbjargar að láta ekki plata sig út í pólitíska drullupollinn.

Dexter Morgan, 28.9.2011 kl. 00:39

5 identicon

Þessi kona er ekki með öllum mjalla.  Henni er ekki fisjað saman í mannlegum samskiptum.  Hvernig hún talar niður til fólks og lítilsvirðir  heilu starfsstéttirnar.  Ólína, þú ættir að skammast þín !  Þú ert ekki verðug þess að nokkur standi heiðursvörð þér til handa né virðulegu Alþingi, hvort heldur sem er lögreglan eða Landsbjargarfólk.  Þú átt svo sannarlega ekkert inni hjá þessu ágæta fólki !

sigríður einarsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 00:45

6 identicon

Í fyrstu hljómaði hugmynd Ólínu all herfilega en við nánari umhugsun þá má sjá jákvæðar hliðar á málinu. Það eru nefnilega stórir vasar á Landsbjargargallanum og þar má geyma allveg helling af eggjum sem myndu nýtast vel á þessu stutta færi sem heiðursvörðurinn mundi bjóða uppá.

Magnús Hákonarson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 01:04

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigmar.

Sammála þér eins og oft áður.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.9.2011 kl. 01:12

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er góð hugmynd.

þýðir ekkert að notast við þessa sjallalöggur sem eru eins hvert annað handbendi þeirra sjallabjálfa. Enda formaður löggulinga hér um bil alþingismaður þeirra bjálfanna, skilst mér.

Það bendir allt til að sjallar séu að beita löggunni gegn stjórnvöldum. Og afhverju kæmi það ekki á óvart þegar um sjalla er að ræða?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.9.2011 kl. 10:58

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þá er bara næsta spurning hvort sjallar séu að reyna valdarán. þetta hyski.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.9.2011 kl. 10:59

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála Sigmar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.9.2011 kl. 14:52

11 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Mæl þú manna heilastur Sigmar,Ég er rennislétt sammála þér og tek heilshugar undir hvert orð,sorglegast finnst mér nú samt að fyrrverandi formaður BSRB sem er ráðherra þessara mála skuli ekki beita sér í málum lögreglunar,dómarar fá 101þ kr í launahækkun vegna vinnuálags sem fylgir hruninu en lögreglumenn sem dag hvern fást við aukin afbrot og gífulegt álag,takast á við aukna hörku,glæpagengi,niðurskurð,hótanir og listinn er langur,þeim er í raun sagt að éta það sem úti frýs.

Ég stend heilshugar með þeim og kröfum þeirra.

Ég hef heldur enga trú á að björgunarsveitarmenn svari þessu kalli jákvætt,það er alt of mikið af heilbrigðu fólki í þeim sveitum sem er á sama máli og aðrir landsmenn.

Kv Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson, 28.9.2011 kl. 20:08

12 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl öll sömul og takk fyrir innlitið og athugasemdir.

Tek undir hvert orð sem þú skrifar Laugi og vonandi stendur fólkið í landinu með lögreglumönnum í þeirra baráttu við skilningslausa ráðamenn og konur.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 28.9.2011 kl. 23:58

13 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll vinur, Tek heilshugar með þér og flestum sem hafa gert athugasemdir. Sértu ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 29.9.2011 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband