Ljóð um vélbátinn Gunnar Jónsson VE 500

Vélbáturinn Gunnar Jónsson VE 500

  

Fengsælan þig gæfan geri,

Guð þig blessi hverja stund,

formanshöndum forsjá veri

og farmenskunnar djörfu lund.

 

Haltu stefnu stillt á bárum,

er stóru veðrin bregða á leik

og sannast lát með aldri og árum,

að öll þín bygging hvergi er veik.

 

Með Guð í hjarta, Guð í stafni,

Gunnar, sigldu um höfin blá,

í öllum veðrum, Alvalds nafni,

þér örugglega farnast þá.

 Þorsteinn L. Jónsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband