Stór og jákvæð frétt frá Vestmannaeyjum

Frétt af mbl.is

Skipalyftan aftur í gang
Innlent | mbl.is | 20.7.2011 | 13:36
Kap II VE var fyrsta skipið sem tekið var upp eftir viðgerð... Skipalyftan í Vestmannaeyjum hefur verið gerð upp og var fyrsta skipið tekið upp í morgun til reynslu. Unnið er að prófunum á búnaðinum í dag og á morgun. Reiknað er með að skipalyftan verði komin í gagnið eftir þjóðhátíð í Eyjum.

Til hamingju Eyjamenn að vera búnir að fá Skipalyftuna í gagnið aftur, þetta er góð og stór frétt. Það er raunar ótrúlegt að það skuli hafa liðið svona langur tími sem ekki var hægt að taka skip á land í Vestmannaeyjum. En nú er það hægt og vonandi koma mörg skip til Eyja til viðhalds í Skipalyftuna og þar með skapast atvinna við málnungarvinnu og hverskonar viðhaldsvinnu skipa.

 


mbl.is Skipalyftan aftur í gang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, jú auðvita er þetta jákvætt, en á maður þá nokkuð að vera að gangrýna? En mér finnst pólitíkin hér í Eyjum hugsa svolítið mikið um bolta frekar en skip.

Helgi Þór Gunnarsson, 24.7.2011 kl. 09:47

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi Þór og takk fyrir innlitið.

Alla vega finnst mér að við eigum að gleðjast yfir því að loksins sé Skipalyftan komin í gagnið aftur, það tók alltof langan tíma að vinna að þessu verki og Vestmannaeyingar hafa tapað miklum peningum á því. Það er rétt hjá þér að boltaíþróttirnar hafa alltaf verið fremstar í goggunarröðinni í Eyjum, og það má alveg gagnrýna það hvað t.d. litið er gert til að varðveita það sem við kemur skipum og sjómennsku. Þó höfum við Eyjamenn alltaf lífað á því sem sjórinn gefur.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.7.2011 kl. 11:23

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

 Sæll Sigmar, ég get stælt mig af því að hafa tekið þátt í þessari fyrstu lyftu í fimm ár, en ég og Stefán Friðriksson fyrrum stýrimaður á Herjólfi, vorum um borð í Kap II.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 24.7.2011 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband