19.7.2011 | 23:48
Danir varðveita sín gömlu skip
Það er gaman að keyra um höfnina í Árósum og skoða mörg af þessum gömlu skipum sem hafa verið gerð upp og eru til sýnis almenningi, þarna er einnig saga skips, hvenær það var smiðað og til hvers það var notað. Þetta skip er byggt 1930 og er 22 m að lengd, 4,35 að breidd og dýpt 2,6. Stærð þess er 63,6 brúttótonn. Ótrúlega vel við haldið vel um það gengið.
Athugasemdir
Flott skip hjá Dönunum, gaman af þessu.
Kv. Ómar
Ómar Kristmannsson (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 19:40
Heill og sæll Ómar og takk fyrir innlitið. Já það eru fjöldamörg gömul skip af öllum stærðum og gerðum sem þeir varðveita og ótrúlegt hvað þeir hafa gert þau vel upp eða haldið þeim svona vel við. Það er sörglegt hvernig við förum með okkar gömlu skip og ég tala nú ekki um það stórslys að setja dýpkunarskipið Vestmannaey í brotajárn .
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 22.7.2011 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.