19.7.2011 | 21:39
Skemmtileg ferð til Danmörku
Mynd 1 er af Kolbrúnu Soffíu og Klöru Hlín og á næstu mynd er Harpa með stelpurnar sínar Kolbrúnu Soffíu og Klöru Hlín.
Það er alltaf gaman að koma til Danmörku, við Kolla vorum þar siðustu 16 daga að heimsækja Hörpu, Þór og fjölskyldu, og komum heim í gær. Þau eru nú að undirbúa flutning til Íslands eftir að Þór kláraði nám sem hann var í Árósum. Við vorum heppin með veður, en á þessum tíma ringdi mikið í Kaupmannahöfn og nágrenni, það veður náði sem betur fer ekki á það svæði sem við vorum að ferast um á þeim tíma sem við stoppuðum í Danmörku. Myndirnar tókum við í þessari ferð.
Þór Sæþórsson og undirritaður í smá gleðskap sem haldin var með nágrönnum Hörpu og þór. Og myndin af Kolbrúnu er tekin í gamla bænum í Árósum þar sem gaman er að vera á góðum degi.
Myndir hér fyrir neðan eru af Kollu, Klöru Hlín, Hörpu og Kolbrúnu Soffíu á ströndinni. Og Kolla litla í góðum félagskap.
Athugasemdir
Sæll kæri vinur og velkominn heim. Þetta hefur verið flott ferð hjá þér en fékkstu þér ekki Nielsen´s Bitter eða leistu við hjá þeim í Ebeltoft. Með góðri kveðju Heiðar
Heiðar Kristinsson (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 11:20
Heill og sæll Heiðar minn og takk fyrir innlitið. Ég fór nú ekki til Ebeltoft í þetta skipti, en við fórum til Grenaa sem er aðeins lengra en Ebeltoft, þangað hafa held ég farið nokkur íslensk skip í brotajárn, alla vega sá ég stýrishús af einu íslensku skipi, það var með nýlegum Sigmundsgálga. En þarna voru ein tíu stór stýrishús og ýmis annar búnaður af skipum sem búið var að brytja niður í brotajárn. Það er gaman að keyra þarna um þessar hafnir og skoða skip og annað sem tilheyrir þessum hafnarmannvirkjum. Að sjálfsögðu fékk ég mér Nielsens Bitter og hann er bara þrælgóður eins og þú varst búinn að fullyrða. Já Heiðar þetta var góð ferð þó að við höfum eitt nokkrum tíma í að hjálpa Hörpu og Þór við að pakka niður búslóðinni. Við verðum í sambandi.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 20.7.2011 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.