Norðursund verður Skvísusund

Eftirfarandi er á Heimaslóð:

"Norðursund, oftast kallað Skvísusund, er gata sem liggur þvert á milli Heiðarvegar og Græðisbrautar, sunnan Strandvegar. Á goslokahátíðinni 2003 var götunni formlega gefið nafnið Skvísusund. Ástæðan fyrir heitinu Skvísusund, er talin sú að á vertíðum fyrrum laumuðust ungir menn stundum með skvísur (stúlkur) inn í sundið til ástarfunda".

Grétar Skvísusund

Ég vann oft í Leókrónni sem var við Skvísusund í þá gömlu góðu daga við beitningu, afskurð neta og fleira sem tengdist Leóútgerðinni. Ég man eftir því þegar byrjað var að kalla götuna Skvísusund, það var held ég einhverntíman á árunum 1960 til 1965. Þá málaði einhver góður maður með blóðrauðri málningu nafnið Skvísusund á austasta húsið, þetta krot var lengi á húsinu og ég held að þetta hafi átt stóran þátt í að nafnið festist svo rækilega við götuna. Nú svo er þetta náttúrulega  flott nafn á götu, og passar vel ekki hvað síst nú á  dógum.

 

 

 

Af vísindavefnum: Hvaðan kemur orðið "skvísa" um ungar stelpur og hver er upphafleg merking þess?

Orðið skvísa um unga stúlku hefur verið notað í málinu frá því um miðja 20. öld. Það á rætur sínar að rekja annaðhvort til ensku sagnarinna squeeze ‘kreista’ eða nafnorðsins squeeze ‘faðmlag’. 

Orðið er rakið til stríðsáranna og áranna þar á eftir þegar fjöldi breskra og bandarískra hermanna dvaldist í landinu. Ýmsir þeirra reyndu að ná sambandi við íslenskar stelpur sem litla ensku kunnu. Orðið skvísa er ummyndun úr ensku orðunum, faðmlagið flyst yfir á þann sem faðma á. Skvísa er eiginlega ‘sú sem áhugi er á að kreista eða faðma’.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll vertu..Þú manst væntanlega eftir böllunum sem voru haldinn í Leókrónni,,allavega man ég eftir hað hafa lent þar og þá var verið að dansa kv þs

þs (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 14:23

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þórarinn, ekki man ég eftir því að þar hafi verið haldin böll í gamla daga. ég ætti að muna það ef svo væri.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 3.7.2011 kl. 15:21

3 identicon

Nei kanski ekki böll en það er einhvernig mjög sterkt í minningunni að það hafi verið dansparti og það var notað segulband,eða getur það hafa verið í einhverri annari kró í skvísusundi  kv

þs (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 16:50

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þórinn, ég mundi muna þetta ef það hefði verið böll í krónni. Aftur á móti var verið með segulband í Leókrónni og þar var það haft hátt stillt om spiluð öll vinsælustu lögin þegar við peyjarnir vorum að skera af netum á loftinu í Leókrónni.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 4.7.2011 kl. 16:27

5 identicon

Heill og sæll frændi.

Ég á vídeómyndir af þeirri staðreyndar villu sem Andrés Sigmundsson fór með þegar hann afhjúpaði

skyltið á Skvísusundi í þeirri ræðu var margt vitllaust sagt, sem ég ætla ekki að hafa hér eftir.

En sá sem gaf sundinu þetta flotta nafn er enginn annar en Sveinn heitinn Gíslason frá Hvanneyri.

Ég á tveggja tíma viðtal við hann og þar staðfestir hann þetta.

En þar sem ég er aðeins yngri en þú þá man ég eftir dansleikjum í Leókrónni.

Og ég ætla að eiga þær mynningar fyrir mig, sérstaklega útaf skvísunum.

Kveðja Stjáni á Emmunni

Kristján Óskarsson (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband