Tréskipasmiðir eru fáir á Íslandi

IMG_1539IMG_1533

 Móna GK 303 í slipp í Njarðvíkum, þessi fallegi bátur var þar til viðgerðar. Móna GK er smíðuð í Hafnarfirði 1974. Skipasmíðastöðin Básar HF smíðuðu bátinn úr eik og furu.  Hann er 20 brúttílestir að stærð. Virkilega fallegur bátur og gaman að eigendur hans skulu halda honum í góðu standi.

IMG_1535IMG_1537

Þessar myndir eru af skipasmiðunum sem eru að gera við bátinn í Njarðvíkurslipp. Á mynd 3 er Auðunn Gestsson og þar sést á 3 nýja plánka sem þeir hafa lokið við að setja í byrðinginn. Á mynd 2 eru Auðunn og Haukur Aðalsteinsson skipasmiðir við bátinn og þarna sést að ekki er viðgerð alveg  lokið, en á eftir að setja einn plánka í stjórnborðsíðu. Þessir menn kunna sitt fag upp á 10, virkilega vel gert hjá þeim. Það er mikið vandaverk að setja planka í afturstefni á svona bát  svo vel fari. Því miður eru bátasmiðir að tína tölunni og fáir eða engin að læra þessa iðngrein.

Báturinn hefur heitið eftirtöldum nöfnum: Haftindur HF 123, Gunnvör ST 039, Glettingur NS 100, Lena GK 072 og Lena ÍS 061 og nú heitir hann Móna GK 303, skipaskrárnúmer hans er 1396.

IMG_1536 

 Auðunn Gestson  og Haukur Aðalsteinsson skipasmiðir í Njarðvíkurslipp kunna sitt fag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gaman að sjá kollega að störfum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.6.2011 kl. 20:45

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, já það er gaman að fylgjast með handbrögðum þessara manna, ég fékk tækifæri nú í vor að fylgjast með einum góðum hér í Eyjum er Þórólfur heitir, en hann var fengin til að lappa upp á björgunarbátinn í læknum.

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 2.7.2011 kl. 10:11

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heilir og sælir Axel og Heldi og takk fyrir innlitið. Já þetta er orin sjaldgæf sjón að sjá þessa menn gera við tréskip. Þarna eru tveir mjög færir skipasmiðir að störfum, og þess vegna fannst mér tilvalið að setja þá hér á bloggð mitt.

Já Helgi Þórólfur er einnig klár í þessu fagi enda búinn að vera lengi í þessum bransa, það er slæmt að þessi starfstétt er að hverfa, engin endurnýjun hefur átt sér stað í fjöldamörg ár, vegna stefnu stjórnvalda á síðustu 20 árum.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 2.7.2011 kl. 11:29

4 identicon

Sæll vertu,,er ekki bátur sem Bárður Auðunss í Skipaviðgerðum og hans menn, smíðuðu í Hafnarfirði þegar þeir fluttu þangað í gosinu,allavega hét fyrirtækið þeirra Básar kv þs

þs (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 23:06

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þórarinn og takk fyrir innlitið. Jú það er rétt hjá þér þetta er bátur sem Bárður og félagar smíðuðu. Auðunn skipasmiður sem er þarna á myndinni er skyldur Bárði, en ég man ekki hvernig þeir eru tengdir.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 3.7.2011 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband