19.6.2011 | 21:40
Eyjan mín.
Myndina tók Heiðar af Smáeyjum sem eru vestan við Heimaey.
Eyjan mín. Ljóð eftir Elvu Kolbeinsdóttir
Þú ert minn besti vinur, þú aldrei segir frá,
hvað sem á hér dynur, þú alltaf ert mér hjá.
Ég hvísla að þér leyndarmál sem engin heyra fær,
aðeins fögru björgin þín, og hinn roðagyllti sær.
Hvar á svo tignan vin sem ég, með fjöllin há og hrein,
sem vernda fugla himins í laut við gamlan stein.
Og gosnóttina forðum ég treysti blint á þig,
ég vissi að þú elsku vinur myndir vernda mig.
Er degi fer að halla og er augu lokast mín,
þá veistu elsku vinur að þá kem ég beint til þín.
Í þinni mjúku hvílu ég sofa mun þá rótt,
því þinn tigni Heimaklettur mun standa vörð í nótt.
Höfundur Elva Kolbeinsdóttir
Úr þjóðhátíðarblaði 1988
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.