31.5.2011 | 11:02
Hinn 15. mars 1965 strandaði togarinn Donwood
Hinn 15. mars 1965 strandaði togarinn Donwood A 575 í krikanum milli Heimakletts og Hörgeyrargarðs. Þetta var frekar stór togari á þeim árum og var frá Aberdeen í Skotlandi.
Skipstjóri skipsins hafði haft samband við land og beðið um hafsögumann, en var beðinn að bíða þar sem hafsögumaður var upptekinn við önnur störf í tiltekinn tíma. Skipstjóri togarans hafði ekki biðlund og sigldi því skipinu sjálfur inn með fyrgreindum afleiðingum. Hann hafði ætlað inn til Eyja til viðgerða. Björgun tókst ekki og brotnaði skipið þarna á staðnum en olli engu tjóni.
Þessar myndir sendi mér Albert Kemp frá Fáskrúðsfirði, hann var á vertíð í Eyjum á austfjarðarbát sem hét Björg SU 9 það var árið 1965. Albert Kemp tók þá þessar myndir af togaranum Donwood A 575 frá Aberdeen, þar sem hann var á strandstað.
Ég þakka Albert kærlega fyrir þessa myndasendingu.
Séð yfir Lönguna og þarna sést aðeins í hausinn á syðri hafnargarðinum.
Sandurinn sem sést vinstra megin á myndinni er nú grasivaxinn.
Athugasemdir
Sæll vertu.svona til gamans þá keyptu nokkrir eyjamenn togarann á strandstað man ég eftir að Tryggvi jónasar í völundi var þar á meðal .Þeir náðu að bjarga helling úr skipinu m.a ljósavélum.miklu af aðalvélinni.mikið af ljósabúnaði.siglingatækjum talstöðvar mikið af þessu var notað í eyjaflotann .man þetta þokkalega vel ég var á þessum árum að læra í Neista og settum við mikið af þessum búnaði í eyjaflotann.kölluðum við þetta Donwood rofa og ljós svona ekta "brekst" dót..... kv þs
þs (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 21:34
Heill og sæll Þórainn og takk fyrir innlitið og athugasemd. Ég var einmittað hugsa um þetta þegar ég var að skrifa þetta blogg, en var ekki viss hvor togarinn það var sem þeir keyptu, en hinn togarinn srandi 1961 og hann skemmdi Hörgeyrargarðinn mikið man ég eftir. Já ég man eftir þessu dóti sem þeir voru að selja úr togaranum, ég var vélstjóri á þessum árum og við keyptum man ég eftir nokkra loka á kælivatns og lensulagnir. Það er eftirminnilegt þegar við vorum að skoða þetta dót sem var raðað í hillur hjá þeim og selt á góðu verði.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 31.5.2011 kl. 21:48
Sæll Sigmar, ég held að skipklukkan úr þessum togara sé á kaffistofunni hjá höfninni í Eyjum.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 6.6.2011 kl. 07:05
Heill og sæll Helgi minn, það er mikið að þú lætur heyra í þér . Gaman að fá þessa athugasemd með skipsklukkuna.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 7.6.2011 kl. 21:06
Helgi Þór Gunnarsson, 9.6.2011 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.