Sumargrill

Sumargrill. 

Grilltímabilið í hámarki:

Allir að grilla. Húsmæður gleðjast yfir því að þurfa ekki að standa yfir pottunum

Því húsbóndinn sér um grillið.. VEI!!

 Þannig gengur þetta fyrir sig:

Frúin verslar í matinn.

Frúin býr til salat, græjar grænmeti sem á að grilla, og býr til sósuna.

Frúin undirbýr kjötið. Finnur til réttu kryddin, setur kjötið á bakka ásamt grill áhöldum.

Bóndinn situr við grillið , með bjór í annari.

 Lykilatriði:

Bóndinn setur kjötið á grillið.

Frúin fer inn, finnur til diska og hnífapör.

Frúin fer út og segir bóndanum að kjötið sé að brenna.

Bóndinn þakkar henni fyrir og biður hana um að koma með annan bjór á meðan hann tæklar ástandið.

 Annað lykilatriði:

Bóndinn tekur kjötið af grillinu og réttir frúnni.

Frúin leggur á borðið. Diskar, hnífapör, sósur, salat og annað meðlæti, raðar á borðið.

Eftir matinn gengur frúin frá öllu.

 Mikilvægast af öllu:

Allir þakka BÓNDANUM fyrir matinn og hversu vel HONUM tókst upp.

Bóndinn spyr frúna hvernig henni hafi líkað ,,frídagurinn” og eftir að hafa séð svipinn á henni, ákveður hann að það er ómögulegt að gera konum til hæfis.

  

Gísli Elíasson Viðskiptastjóri N1

 

Ég fékk þetta sent  frá dóttur minni, þetta er örugglega samið af konuBlush eða hvað finnst körlum um þetta, er þetta ekki  bara áróður á okkur kallana ??:

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Sæll Sigmar.

Þetta er nú barasta áróður á okkur karlmenn,(bíddu aðeins ég þarf að kalla í konuna til að skipta um rás á tívíinu og færa mér kaffi)Já eins og ég var að segja þá er þetta bara áróður,hehe

Kv Laugi sem er að vinna upp listann sem ég fékk frá konuni þegar ég fór í sumarfrí.

ps ég hefði mjög gaman af að kíkja í kaffi á Grandanum eitthvern næstu daga,enda í fríi til 25 jún og fer reglulega í myndartökur á bryggjurnar.

Sigurlaugur Þorsteinsson, 28.5.2011 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband