Hvalskoðunarbátar Norður siglingar

Bjössi Sör 3Bjössi Sör 1

Bjössi Sör frá Húsavík er flottur hvalaskoðunarbátur Norðursiglingar.

 Það er dapurt hvað við íslendingar höfum verið slappir í að varðveita okkar gömlu tréskip, þar erum við langt á eftir okkar nágrannaþjóðum sem leggja mikið upp úr því að halda við þessum gömlu skipum sem mörg hver eru falleg og vel smiðuð. það er ekki síður mikilvægt að halda við kunáttu manna sem geta  haldið þeim í góðu standi. 

Þetta er þó ekki alslæmt hjá okkur íslendingum, því tréskip eru nú mikið notuð í hvalaskoðun bæði á Suðurlandi og Norðurlandi. Myndirnar með þessu bloggi eru af tveimur fallegum  tréskipum Norðursiglingar en það fyrirtæki rekur mörg myndarleg tréskip þar af tvö glæsileg seglskip sem hafa verið gerð upp og eru í góðu ástandi. Þar með hefur þeim verið bjargað frá því að verða fargað. Það ber að þakka og vonandi gengur reksturinn vel hjá þessum fyrirtækjum, svo þau geti áfram haldið  þessum skipum í góðu standi.

knörrinn 1Knörrinn

Og hér er það Knerrinn, annar hvalaskoðunarbátur Norðursiglingar á Húsavik.

Bjössi Sör 4skipaskoðunarmaðurinn

Og að endingu er hér mynd af Hrólfi skipstjóra á Bjössa Sör og Knerrinum, læt hér fylgja mynd af  skipaskoðunarmanni frá SÍ að störfum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Sæll meistri Sigmar.

Eins og þú veist þá eru smiði,varðveisla og notkun tréskipa hérlendis mér í blóð borin,enda alin upp með angan af tjöru,furu,eik í nefinu og axahögg skaraxarinnar eða hnoðhamra og afréttaranns í eyrum og alskyns spekuleringar um smíði og eiginleika einstakra báta við eldhúsborðið hjá ömmu og niðri í slipp hjá afa.Mér finnst þessir bátar eitthvern vegin hafa meiri "sál" en stálið eða plastið,enda handbragð smiðsins á hverri fjöl og enginn bátur hagar sér eins þó að smíðaðir séu eftir sömu teikningu af sama aðila og afi sagði mér eitthverju sinni að sálin skipanna fælist í vexti trjánna sem þau eru smíðuð úr,og að það væru góð tré og slæm tré og sumum plönkum treysti hann hreinlega ekki til að vera í birðing á skipi,þó hann finndi ekkert athugavert við sjálft borði.

Ég hef skoðað þessa hvalaskoðunarbáta og farið í ferð með þeim flestum og ég er stórhrifinn af þessu framtaki,eins finnst mér það vera ánægjuleg vakning á áhuga að varðveita þessa báta og trillur og nokkrar sá ég fyrir austan sem var búið að gera vel til og skipta um borð og negla upp á nýtt og biðu þess eins að fara á sjó eins og stásslegar hefðarmeyjar á dansleik.

Vonandi helst þessi áhugi og verk kunnáttan haldist hérlendis.

Kv Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson, 27.5.2011 kl. 21:40

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Laugi og takk fyrir innlitið og ekki síður skemmtileg skrif um góðar minningar frá árunum í Eyjum. Alltaf gaman að fá þessar athugasemdir frá þér. Já það er gaman að fylgjast með hvað margir trébátar eru að fá ný verkefni í sambandi við ferðaþjónustu.

Það væri gaman að fá að hitta þig einhverntíman í sumar. Ferðu ekki stundum í kaffi í Kaffivagninn eða Grandakaffi ??

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 27.5.2011 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband