16.5.2011 | 20:38
Ein góð frá vini mínum frá Akureyri
Í dag fékk ég þessa skemmtilegu sögu frá vini mínum sem er frá Akureyri, hann er að sjálfsögðu búinn að snúa þessu upp á Eyjamenn en þetta hafa að sjálfsögðu örugglega verið akureyringar þarna á ferðinni, enda skarpir drengir sem koma að norðan. Alla vega er sagan góð og ég get ekki staðist það, að setja hana hér á bloggið mitt.
Herjólfur nýr á Akureyri í kynningarhringferð
Tveir eyjapeyar frá Vestmannaeyjum , Jói og Siggi, sáu að þeir voru komnir á endastöð í lífinu og ákváðu að fara í skóla til að komast eitthvað áfram. Þeir byrja á því að fara til námsráðgjafa og Jói fer inn fyrstur.
Námsráðgjafinn ráðleggur Jóa að taka stærðfræði, sögu og rökfræði.
Hvað er rökfræði? spyr Jói.
Námsráðgjafinn svarar: Leyfðu mér að koma með dæmi. Áttu sláttuvél?
Hana á ég, svarar Jói.
Þá geri ég ráð fyrir; og nota rökfræði, að þú eigir garð, svarar námsráðgjafinn.
Mjög gott, segir Jói hrifinn.
Námsráðgjafinn hélt áfram:
Rökfræðin segir mér líka, að fyrst þú átt garð, þá áttu líka hús.
Yfir sig hrifinn hrópar Jói: FRÁBÆRT!
Og fyrst þú átt hús, þá má jafnvel giska á að þú eigir konu.
Hana Mæju! Þetta er ótrúlegt!
Og að lokum, fyrst þú átt konu, þá er rökrétt að gera ráð fyrir að þú sért gagnkynhneigður, segir námsráðgjafinn.
Það er alveg hárrétt! Þetta er það magnaðasta sem ég hef nokkurn tíma heyrt! Ég get ekki beðið eftir að byrja í rökfræði.
Að því búnu fer Jói fram þar sem Siggi bíður ennþá.
Hvaða fög tekurðu? spyr Siggi.
Stærðfræði, sögu og rökfræði, svarar Jói.
Hvað í veröldinni er rökfræði? spyr Siggi.
Leyfðu mér að koma með dæmi. Áttu sláttuvél? spyr Jói.
Nei. segir Siggi
Þá ertu hommi svarar Jói.
Athugasemdir
Þessi var góð............
Jóhann Elíasson, 17.5.2011 kl. 08:20
Þessi er góður,kv þs bara til gamans fyrir þig þá er ég staddur í Chile það á að sjósetja og gefa nyja skipi Ísfélagsins nafn á morgun, þetta verður heljarinnar athöfn kv
þs (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 23:50
Já rökfræðin bregst ekki,góður Sigmar
Sigurlaugur Þorsteinsson, 18.5.2011 kl. 12:44
hahahaha þessi er frábær kv. frá Californíu.
Alli Jónatans (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 19:19
Heilir og sælir Jóhann, Þórarinn, Laugi og Alli, takk fyrir innlitið og fyrirgefið hvað ég svara seint, hef ekki haft neinn tíma í bloggið að undanförnu, hef þurft að þvælast landhörna á milli. Það hefði verið gaman Þórarinn að fá meiri fréttir af nýja skipinu og eihverjar myndir
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 22.5.2011 kl. 14:24
Sæll vertu hvað er mailið þitt
kv.
þs (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.