2.5.2011 | 21:32
Er í lagi með þetta lið í Besta flokknum
Besti flokkurinn hefur samkvæmt fréttatilkynningu hrundið af stað söfnunarsíðu með það að markmiði að koma upp viðeigandi búnaði hér á landi til að fanga þessi merkilegu dýr þegar þau villast hingað eins og segir í tilkynningunni.
Nú ætlar Besti flokkurinn að fara að safna fyrir búnaði til að fanga ísbirni og aðstöðu fyrir þessi dýr. Á sama tíma er verið að skera niður hjá Reykjavíkurborg á flestum sviðum, og margar fjölskyldur og einstaklingar eiga hvorki í sig eða á. Er þetta lið í lagi ? Kannski finnst fólki þetta bara sniðugt og skemmtilegt að hafa svona brandarakall sem borgarstjóra. En örugglega ekki þeim sem eiga ekki fyrir mat handa sér og sínum.
Besti flokkurinn safnar fyrir ísbirni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei. Það er ekki í lagi þetta lið.
Hörður Einarsson, 2.5.2011 kl. 22:22
O ætlli það sé ekki i lagi að hafa gæluverkefni, þetta á greinilega ekki að koma úr sjóðum borgarinnar þar sem þeir ætla að safna fyrir þessu.
ég tel þetta að minnsta kosti skárra gæluverkefni en þau sem margir stjórnmálamenn stunduðu innan fjármálageirans og vísa ég þá í hrunskýrsluna þar sem kemur fram að 10 þingmenn voru með yfir 100 milljónir í kúlulánum, hvar ætli athyglin liggi ef svo mikið er í húfi.
Ingvar K. (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 22:29
Heilir og sælir Hörður og Ingvar og takk fyrir innlitið. Ástæða þess að ég bloggaði um þessa frétt var viðtal í útvarpinu í morgun við öryrkjahjón sem hafa ekki efni á því að kaupa mat eða leita til læknis, einfaldlega vegna þess að þau hafa ekki peninga afgangs þegar þau hafa borgað fasta liði. Ein af ástæðum þess að þau hjón höfðu það svona slæmt var að húsaleiga hjá Borginni var alltof há eða 117000 kr. á mánuði af lítilli íbúð. Það er ömurlegt að ekki skuli vera hægt að hjálpa þessu fólki að lifa sómasamlegu lífi. Og ekki eiga öryrkar eða eldri borgarar sterka málsvara svo mikið er víst.
Svo kemur Brandaraflokkurinn með fréttatilkynningu um að fara að safna peningum til að fanga ísbjörn og koma honum fyrir í Húsdýragarðinum. Er þetta fólk ekki meðvitað um hvað er að gerast í Reykjavíkurborg hjá fjölda borgarbúa?? 'Eg held ekki.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 2.5.2011 kl. 23:28
Nei því ísbirnir eru ekki lifandi verur og ekki taldir til þess fallnir að lifa. Best að skjóta þá hið snarasta. Er það ekki annars auðveldast fyrir alla? Og fyrst þú vilt endilaga fara að hengja á þig hjörtu hérna, afhverju ekki að koma af stað söfnun fyrir gamalt fólk? Þá hefðirðu allavega efni á að segja svona lagað. Það sem ég er að segja er að það að dýr sem villist hingað af leið og geti ekkert í því gert séu hreinlega bara skotin við fyrsta tækifæri. Ætli kapphlaup veiðimanna hver nái að bana birninum spili ekki inní, en hvað það varðar þá sé ekki hvað sé athugavert að Reykjavíkur borg skuli SAFNA fyrir slíkum aðbúnaði og þarf til að vista dýrin svo það megi koma þeim aftur á heimaslóðir.
M.B.K
Sigurður
Sigurður Heiðar Elíasson, 3.5.2011 kl. 03:54
Ég er rennislétt sammála þér Sigmar,eins og staða fátækra hér á landi er í augnablikinu ætti öll okkar orka að fara í að laga þá stöðu.
Ég er líka ósáttur við að þeim sem taka þessar ákvarðanir um að aflífa dýrið séu hengdir út fyrir að stjórnast af drápsfýsn,ég held að menn ættu aðeins að skoða málið betur og skoða hvernig hægt hefði verið að svæfa dýrið koma því í búr,flytja það hvert,? eða setja það í búr til sýnis fyrir almenning,er það góð meðferð.
Nei það er ekki drápsfýsn sem ræður för,heldur kalt mat á öryggi manna og dýra á svæðinu,ég held að flestir sem urðu vitni að Keikó ruglinu geri sér grein fyrir að kostnaður við "björgun"getur rokið út fyrir öll mörk,og svo er það virkilega leitt þegar ráðist er að heiðvirðum mönnum sem eru að vinna vinnuna sína samkvæmt beiðni yfirvalda,en það er ansi oft sem slíkt er gert,menn dæma hægri vinstri án þess að hafa á neinn hátt komið að málum eða hafa þekkingu á þeim.
Svo já ég er rennislétt sammála þér Sigmar,grínflokkurinn ætti að sinna borgarmálum en ekki gæluverkefnum,næg er þörfin fyrir að gera meir og betur í borgarmálum.
Kv Laugi
Sigurlaugur Þorsteinsson, 3.5.2011 kl. 17:13
Heill og sæll Laugi og takk fyrir innlitið og góðar athugasemdir. Já maður skilur ekki þetta lið sem virðist vera í einhverjum öðrum heimi. Þú kemur vel orðum að þessu eins og fyrri daginn.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 3.5.2011 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.