Þetta stóð tæpt. Var akkeri ekki notað ?

Fréttablaðið, 21. apr. 2011 05:00

Þetta stóð tæpt

Dreginn að landi

Björgunarbátar Landsbjargar aðstoðuðu bátinn til hafnar.Fréttablaðið/anton Lítill grásleppubátur komst í hann krappann úti fyrir Gróttu á Seltjarnarnesi eftir hádegi í gær.
Báturinn fékk í skrúfuna og rak í kjölfarið stjórnlaust að landi.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði á nærstaddan bát, sem brást snöggt við og tókst að draga grásleppubátinn frá landi á síðustu stundu. „Þetta stóð tæpt,“ segir Halldór B. Nellett, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni.
Björgunarbátar Landsbjargar voru sendir á staðinn og tóku bátinn í tog eftir að honum hafði verið bjargað. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór einnig á staðinn. Farið var með bátinn í Reykjavíkurhöfn.- sh

Nærstaddur bátur og björgunarbátur Landsbjargar kom til aðstöðar litlum grásleppubát og náði að draga bátinn frá landi á síðustu stundu. Það er orðið nokkuð algengt að bátar verði vélarvana stutt frá landi og hafa þá nærstaddir bátar eða björgunarbátar Landsbjargar komið til aðstoðar. Þarna var þyrla einnig kölluð út ásamt björgunarbátnum. Af myndum að dæma var veður ekki mjög slæmt á þessum slóðum, en álandsvindur þannig að bátinn rak hratt að landi, sem skapar alltaf mikla hættu.  

Allir smábátar eru búnir akkeri með keðju og akkerisfesti (legufæri) sem á að geta stoppað rek svona báta í neyð, það er spurnig hvort annkerið hefur verið notað í þessu tilfelli. Ekki man ég eftir að í fréttum um þessi óhöpp hafi nokkurntíman verið minnst á að akkerisbúnaður hafi verið notaður. 

StokkakkeriPatentakkeriDreki

Héru eru tvær gerðir af akkerum: Stokkakkeri og Patentakkeri ásamt dreka sem stundum er notaður sem akkeri á minnstu bátunum. Akkeri þarf að fylgja mismunandi sver og löng keðja til að akkerið liggi vel við botninn og virki eins og til er ætlast.

SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband