20.4.2011 | 23:37
Myndirnar eru teknar um borð í Engey
Myndirnar eru teknar um borð í Engey RE .þarna er veriða að hífa inn velfullann poka af fiski. Auðsjáanlega gott hal þarna og líklega eru þessi mynd tekinn að veiðum við Ingólfshöfða.
Á efri myndinni má þekkja Bjarka Sveinbjörnsson á gilsinum vinstra megin á myndinni og Pétur Sveinsson vélstjóri stjórnar spilinu.
Matthías Óskarsson var skipstjóri á Engey á þessum tíma
Því miður þekki ég ekki þessa menn sem sjást á þessari mynd. Þarna má sjá að notaðir voru tréhlerar og hliðargálgar en ekki skuttog eins og tíðkast í dag.
Gaman að skoða þessar myndir af sjómönnum að störfum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.