Sjómannadagurinn uppnefndur Hátíð hafsins

 

 Þá eru þeir í Sjómannadagsráði Reykjavíkur og Hafnafjarða enn einu sinni  að skipuleggja Sjómannadaginn sem verður 4 - 5 júní 2011 og enn uppnefna þeir þennann hátíðardag íslenskra sjómanna Hátíð hafsins, ekki orð um að þetta er SJÓMANNADAGURINN og ekkert annað, það er með ólíkindum að sjómannasamtökin skuli samþykkja þessa breytingu á nafni Sjómannadagssins, en sýnir það því miður svart á hvítu hvað Sjómannadagráð er gjörsamlega slitið úr tengslum við sjómennina sjálfa.

Sjómannadagurinn er hátíðardagur Sjómanna og haldin þeim til heiðurs

Ég hef alla tíð sem sjómaður haft mikinn áhuga fyrir Sjómannadeginum og verið stoltur að eiga þennan dag lögverndaðan, ég gerði  mér fljótlega grein fyri því að hann er okkur sjómönnum ómetanlegur hluti til  stéttarbaráttu, þar sem við getum kynnt starfið okkar, minnst þeirra sem hafa látist í slysum á sjónum,     ( hafið hefur tekið líf margra sjómanna) heiðrað sjómenn og ekki hvað síst gert okkur glaðan dag með fjölskydum vinum og skipsfélögum og auðvitað öllu því fólki sem tengist sjónum. 

 Þess vegna er það mér óskíljanlegt að sjómenn skuli ekki mótmæla því að Sjómannadagurinn skuli vera tekinn af sjómönnum og breytt í Hátíð fyrir hafið.

Hátíð Hafsins

 

 

Þessa auglýsingu fann ég á síðu sjómannadagsráðs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Simmi.

Hjartanlega sammála þér.

Kveðja Stjáni

Kristján Óskarsson (IP-tala skráð) 17.4.2011 kl. 21:19

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll frændi og takk fyrir innlitið. Já við getum verið stoltir af því  Eyjamenn að halda uppi heiðri Sjómannadagsins og þar með sjómanna og gefa út veglegt Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. Það gera reyndar fleiri staðir úti á landsbyggðinni. 

Sjómenn í Þorlákshofn apa eftir þeim í Reykjavík og eru búnir að breyta sinum Sjómannadegi í Hafnardaga , er furða þó álit manna  á sjómannastéttinni sé minni en áður þegar sjómenn geta ekki einu sinni varið lögbundin dag sem þeir eiga.   

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.4.2011 kl. 22:06

3 identicon

Við bara höldum áfram að kalla þennan dag Sjómannadaginn og ekki orð um það meir:)

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 01:01

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Ragna og takk fyrir innlitið, já  það verður örugglega alltaf gert í Vestmannaeyjum

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 18.4.2011 kl. 07:52

5 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Sjómannadagurinn er og verður dagur sjómanna,ég hef engann vilja til að skilja hvers vegna þarf að breyta nafni hans og þar með tilgangi,Sjómannadagurinn er lögbundinn frídagur sjómanna og hefur löngum verið þyrnir í huga sumra útgerða og með því að breyta nafninu og reyna að breyta tilgangi hans um leið,gerir það auðveldara að taka hann af í framtíðinni og nota það sem rök að hann sé í raun aflagður í huga fólks og að það sé bara formsatriði að leggja hann niður.

Það að þeir sem koma að skipulagningu hans eru,eins og þú réttilega bendir á Sigmar,ekki í neinu sambandi við sjómenn og því hugtaki sem þessi frídagur nær yfir.

Sem betur fer eru Eyjamenn enn og aftur þeir sem standa vörð um þennann dag og gera vonandi um ókomna tíð.

Kv Laugi 

Sigurlaugur Þorsteinsson, 18.4.2011 kl. 12:39

6 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Sammála ykkur hér er bara verið að vanvirða sjómenn. Það má setja einhvern dag Dag Hafsins en þessi dagur á og verður Sjómannadagurinn.

Þetta er í ætt við það þegar Kristján Ragnarsson flutti inn sérstakann wodo mann til að sýna framá að það væru enginn tengsl milli skipstjóra og afla. Nú veit maður hvað lá að baki því þannig fengu þeir félagar aðrar útgerðir til að farga góðum afla skipstjórum sínum. Af því þeir leyfðu sér að hafa skoðanir.  

Ólafur Örn Jónsson, 18.4.2011 kl. 23:54

7 identicon

Góðkunningi minn Kristján á þetta nú ekki skilið. Þú hlítur hafa lesið lesið bókina eftir háskólamanninn úr Eyjum,þar sem færð eru sterk rök að gildi skipstjóra um borð í fiskiskipi væru 4,5 %. Útkoman var byggð á áralöngum rannsóknum á afla vertíðarbáta á Suðurnesjum og Vestmannaeyjum.

Þetta er löng bók en fer vel í hendi. Ég hafði fyrir venju að lesa úr henni fyrir mannskapinn inn í borðsal, þegar þynnkan réði ríkjum hjá mínum mönnum. Sumir hættu fljótlega

að drekka. Varla þarf að taki fram að allir sem lásu og stunda höfðu fiskveiða sá strax að ef 4,5% vöntuðu, varð til eitt stórt núll.

 Enn og aftur Simmi, takk fyrir allt sem þú hefur unnið með velferð okkar sjómanna í huga. Og það er fjandi mikið.

 Óskar á Háeyri.

Óskar (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 01:36

8 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Hvaða helgirit ert þú að tala um Frændi,væri gaman að komast í hana að vísu plagar þynnkan mig sjaldan nú orðið,svo ekki er það ástæðan fyrir áhuganum.

Kv Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson, 19.4.2011 kl. 16:13

9 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heilir og sælir Laugi, Ólafur og Óskar og takk fyrir innlitið og athugasemdir.Fyrirgefið hvað ég svara seint en ég var að koma í dag frá Eyjum þar sem ég hafði stutt stopp.

 Ég er sammála þér Laugi að Sjómannadagurinn hefur verið þyrnir í augum nokkra útgerðarmanna sem hafa viljað færa hann til eða jafnvel leggja hann niður. Ég á bágt með að trúa því að þessi félög sjómanna sem uppnefna Sjómannadaginn stefni að því viljandi, að leggja daginn  niður, svo slæmar eru stjórnir þessra félaga ekki. Aftur á móti hefur mér verið það ljóst í mörg á að þeir menn sem eiga að sjá um Sjómannadaginn, virðast ekki nenna að vinna að þessum degi eins og til er ætlast. Þeir eru löngu sjósprungnir, sem sést vel á því að þeir nenna ekki að gefa út Sjómannadagsblaðið sjálfir, láta Morgunblaðið um það. Aftur á móti held ég að sæmilega sé unnið að öldrunarmálum hjá Sjómannadagsráði þó þar sé ekkert endilega verið að vinna fyrir aldraða sjómenn.  Það sem mér finnst merkilegt, er hvað sjómenn og forustumenn sjómanna eru grandalausir eða lokaðir fyrir því hvað Sjómannadagurinn er okkur sjómönnum  dýrmætur.

Það eru öfl í okkar þjóðfélagi sem eru ljóst og leynt að slá vopnin úr höndum okkar, til dæmis með því að fela Sjómannadaginn. Fiskifélag Íslands, Fiskideildirnar kringum landið og Fiskiþing var drepið í þeirri mynd sem það var, og þannig gert áhrifalaust af þessum sömu öflum, það væri fróðlegt að einhver sem til þekkti skrifaði þá sögu. Fleira hefur verið gert  í þessa veru t.d. hefur mönnum sem fara vel í vasa verið komið fyrir í áhrifastöðum, ég þarf ekki að útskýra það nánar fyrir sjómönnum.

Óskar á Háeyri, ég þakka þér góð orð í minn garð en eins og þú veist þá hafa öryggismál Sjómanna bara verið mitt aðaláhugamál í tugi ára eins og svo margra Eyjamanna og við vitum hvers vegna.

Kær kveðja til ykkar héðan úr Kópavogi

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 19.4.2011 kl. 22:21

10 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll kæri vinur og Gleðilegt sumar. Tek undir með þeim hérna á undan Þessi vitleysa með nafnið er með hreinum ólíkindum. Sértu ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 21.4.2011 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband