16.4.2011 | 14:13
Eyjólfur Gíslason frá Bessastöðum
Eyjólfur Gíslason skipstjóri frá Bessastöðum var F. 22. maí 1897 D. 7. júní 1995.
Þetta er skemmtileg mynd af Eyjólfi þar sem hann stendur í stýrishúshurðinni um borð í bát sem ég því miður veit ekki hvað heitir.
Eyjólfur var bæði skemmtilegur, fróður og ritfær maður sem skifaði margar góðar greinar í Sjómannadagsblað Vestmannaeyja, fyrsta grein hans kom í blaði frá 1952 og sú síðasta kom í Sjómannadagsblaði Vm sem gefið var út 1989.
Með fyrri konu sinni Margréti Runolfsdóttir eignaðist Eyjólfur, Erlend f. 1919, en með seinni konu sinni, Guðrúnu Brandsdóttir, eignaðist hann þrjú börn ; Sigurlínu f. 1928 sem dó í frumbernsku, Gísla, f. 1929 og Guðjón Ármann, f. 1935 .
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.