11.4.2011 | 19:43
Stefán Guðlaugsson í Gerði
Stefán Guðlaugsson var fæddur í Gerði 6. desember 1888 og lést 13. febrúar 1965. Kona Stefán hét Sigurfinna Þórðardóttir.
Í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja frá 1965 segir að þau hjón hafi gefið Stýrimannaskólanum í Eyjum góðar gjafir og veitt málefnum sjómanna í Vestmannaeyjum mikinn stuðnig fyrr og síðar.
Stefán var sjómaður í Vestmannaeyjum í rúma hálfa öld og lengst af þeim tíma farsæll formaður
Á myndinni er Stefán Guðlaugsson í Gerði, hann heldur á Stefáni Tryggvasyni og í miðið er Ólafur Tryggvason.
Athugasemdir
Sæll Simmi.
Flott mynd af afa í Gerði og bræðrunum
Kv. Leifur í Gerði
Leifur Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 15:58
Heill og sæll Leifur, já það er gaman að skoða myndir af þessum gömlu jöxlum.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 12.4.2011 kl. 20:20
Virkilega skemmtileg mynd af honum afa og frændum mínum. Þetta er flott hjá þér Simmi, haldu endilega áfram.
kv. Valur
Valur Stefáns. (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 21:39
Heill og sæll Valur og takk fyrir innlit og hvatningu.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 14.4.2011 kl. 20:15
Sæll Simmi
Aldeilis frábær mynd hjá þér af afa, nafna mínum og Olla, alveg stórskemmtileg síða hjá þér
kv/Stebbi
Stefán Stefánsson (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 21:51
Heill og sæll Stefán og takk fyrir innlitið og jákvæða athugasemd.
Ég fór í gömul blöð til að fá aðeins meiri upplýsingar um Stefán og bætti því við.
Já þetta voru merkilegir menn sem vel þess virði að halda nafni og minningu þeirra á lofi.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.4.2011 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.