10.4.2011 | 17:28
Myndasyrpa af lúðuveiðum Byrs VE 373
Myndirnar eru teknar 1995 um borð í Byr VE þegar hann stundaði lúðuveiðar. Það er gaman að skoða myndir af sjómönnum við vinnu sína á ýmsum veiðarfærum, þarna eru þeir að veiða stórlúðu.
Á mynd 1 eru t.f.v; Súne Magnússen og Regen Jakopsen. Mynd 2. Gert að lúðunni.
Mynd 3. Það voru fleiri sem sóttu í lúðuna en skipverjar á Byr, þarna syndir stórhveli við síðuna á Byr og langar auðsjáanlega að gæða sér á lúðu. Það fylgdi ekki sögu hvort hann gat náð sér í bita. Mynd 4. Þetta er hluti af áhöfn Byrs VE þeir heita t.f.v: Súne Magnússon, Valgeir Valgeirsson og Viðar Snær Sigurðsson.
Þær voru margar stórar lúðurnar sem fengust, þetta er engin smálúða sem þarna er kominn innfyrir
Athugasemdir
Æðislegt að sjá svona myndir.
Karlinn minn er þarna hann viðar:)
takk fyrir þetta:)
Ásta Salný (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 00:52
Heil og sæl Ásta og takk fyrir innlitið, já það er gaman að sjá þessar myndir af sjónum, þar sem sjómenn vinna við hin ýmsu veiðarfæri. Þetta sýnir hvernig starf sjómennskan er að hluta á lúðuveiðum.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 11.4.2011 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.