Úr minningarbókinni

Úr minningarbókinni.

Á myndinni eru bræðurnir Matti, Sigurjón og Stjáni frændur mínir af Brekastignum Smile

Matti, Sjáni  og Sigurjón við DúfubirgiðVið sem erum af Byggðarendaættinni vorum frekar lítið fyrir skólagöngu á yngri árum, vildum frekar vera að vinna eitthvað gagnlegt eins og beita línu, skera af netum, hnýta á tauma eða bara vera niður við höfn að fylgjast með því sem þar var að gerast. Þess vegna var frekar slakur árangur af skólagöngu okkar í Barnaskólanum og gegnum skóla árin vorum við flestir í A bekk sem var víst á þeim árum kallaður tossabekkur. Eitthvað tók Stjáni sig á í Gagnfræðaskólanum og hoppaði að mig minnir upp í B bekk öllum að óvörum. Hann var sá eini af okkur frændunum sem hélt áfram eftir skyldunámið og varð gagnfræðingur. Þetta breyttist verulega hjá okkur frændum þegar við fórum í vélskóla og Stýrimannaskólann, þar gekk okkur mjög vel að læra sem kom okkur örugglega öllum virkilega mikið á óvart.

Ég held að það sé sammerkt með okkur frændunum, að við höfum litla kunnáttu í erlendum tungumálum og væri synd að segja að tungumál væri okkar fag. Matthías Óskarsson frændi minn sagði eitt sinn þegar við ræddum þetta frændurnir yfir kaffibolla, að við værum bara þroskaheftir á þessu sviði.

 Ein lítil saga tengd þessu:

Fyrir allmörgum árum vorum við Kristján Valur Óskarsson frændi minn á árgangsmóti með árgangi 1946 sem er víst einn albesti árgangur sem fæðst hefur í Vestmannaeyjum og þó víðar væri leitað Smile. Á þessu árgangsmóti sem við héldum í AKÓGES var margt gert til skemmtunnar, þar á meðal máttu menn koma upp á svið til að segja brandara eða skemmtilegar sögur. Þetta nýttu menn sér og fóru margir upp og sögðu brandara sem flestir skyldu, en þarna komu líka upp menn sem höfðu langskólanám og voru jafnvel Háskólagengnir. Þeir byrjuðu að segja sína brandara, en gallinn var sá að þeir voru margir á erlendu máli, ensku, dönsku og fleiri tungumálum. Mannskapurinn hlóg mikið af þessum bröndurum og margir þó þeir skyldu ekki orð af því sem sagt var.

Við Stjáni sátum þarna saman við borð ásamt nokkrum fleirum sem voru í A bekknum forðum daga og því ekki sleipir í erlendum málum, og þess vegna skyldum við því miður ekki alla þessa brandara “velgefnu”  mannana.

Ég tók eftir því að það var farið að þykkna í Stjána frænda mínum, því hann var farinn að bölva þessum blessuðu menntamönum. Allt í einu stendur hann upp þegar einn þessara manna var að segja  brandara, og kallar yfir salinn: Heyrðu vinur heldurðu að þú viljir ekki þýða þessa brandara fyrir A bekkinn. Það voru ekki sagðir fleiri brandarar á erlendum túngumálum  þetta kvöldið. Mér finnst þetta lýsa Kristjáni Val Óskarsyni frænda mínum  og vini vel, hann segir meiningu sína umbúðalaust, þannig eiga menn líka að vera. Hann varð til dæmis landsfrægur þegar hann fyrstur manna sagði frá því umbúðarlaust opinberlega að hent væri þúsundum tonna af fiski aftur í sjóinn vegna kolvitlausar fiskveiðistefnu, hann hlaut bágt fyrir en það er önnur saga.

 

Ég hef fengið eftirfarandi athugasemd við þessum minningarbrotum mínum Blush. Hafa skal það sem sannara reynist, annars sagði ég að við hefðum flestir verið í A bekk.

 

 Þetta er ekki alveg rétt hjá þér. Matti Óskars var bekkjarbróðir minn í C bekk Kennari okkar var Eiríkur Guðnason.

Kv Inga Arnórsdóttir (Ástvaldar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Simmi.

Góð saga.

Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 01:23

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Pétur og takk fyrir innlitið og athugasemd.

Kær kveðja úr kópavogi.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 10.4.2011 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband