4.4.2011 | 19:42
Gömul mynd af húsum við Birkihlíð og Ásaveg
Andres Hannesson
Þetta hús stendur við Byrkihlíð 3. Þar bjó Andrés Hannesson (F. Eyvakoti á Eyrarbakka 1. júni 1924 D. 20. október 2003) og kona hans Guðleif Vigfúsdóttir frá Holti, en það hús sést á þessari mynd lengst til vinstri og ber í skúrana fremst á myndinni. Húsið byggði Andrés og Guðleif og flutti í það 1947 og áttu þar heima til ársins 1965 er þau fluttu til Reykjavíkur. Synir þeirra eru Vigfús Valur og Hannes, en hann fórst með vélbátnum Þráni sem áður hefur komið fram hér á blogginu mínu.
Myndirnar þrjár frá Eyjum sendi mér Reynir Árnason frá Vopnafirði, þakka ég honum kærlega fyrir.
Athugasemdir
Þetta er örugglega bílinn sem Jón kenndi mér að keyra.
Kveðja Stjáni
Kristján Óskarsson (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 18:28
Heill og sæll frændi takk fyrir innlitið og athugasemd, ekki vissi ég að jón hafi kennt þér að keyra
.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.4.2011 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.