27.3.2011 | 15:46
Enn sannar björgunarsveit tilveru rétt sinn
Það mátti ekki á tæpara standa, sagði Kristinn Guðbrandsson, skipstjóri á björgunarbátnum Höllu Jónsdóttur, sem bjargaði tveimur mönnum af bát sem sökk skammt norður af Akurey í dag. Það voru menn á tveimur bátum frá björgunarsveitinni Ársæli sem björguðu mönnunum.
Enn sannar björgunarsveit tilverurétt sinn, nú í þetta sinn björgunarsveitin Ársæll. Þetta er ánæjuleg og jákvæð frétt sem á að sannfæra okkur hve mikilvægar þessar björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar eru, og hve nauðsynlegt er að styrkja þær þegar tækifæri gefst.
Í þessu tilfelli hefur tvent stuðlað að því að mennirnir bjargast. Í fyrsta lagi snarræði þessara vel þjálfuðu björgunarmanna sem voru tilbúnir að fara í þennann björgunarleiðangur með engum fyrirvara á góðum hraðskreiðum björgunarbát. Og mennirir sem lentu í sjónum voru í björgunargöllum, þó gat annar mannana ekki klætt sig í gallann strax þannig að hann var blautur í gallanum enda mjög kaldur og hætt kominn þegar honum var bjargað. Það er ástæða til að hvetja þá sem eru á skemmtibátum að hafa alltaf um borð björgunargalla, annaðhvort flotvinnugalla eða björgunarbúninga.
Að lokum vil ég óska Björgunarsveitinni Ársæli til hamingju með þessa björgun, þið eigið svo sannarlega stórt hrós skilið.
![]() |
Mátti ekki á tæpara standa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.