Góð grein í morgunblaðinu í dag eftir Edmund Bellersen

 Friður á milli Ísraela og Palestínumanna?
Hinn 2. september 2010 byrjaði friðarráðstefna í Washington á milli Ísraela og Palestínumanna með pompi og prakt, að undirlagi Bandaríkjanna, BNA.Abba...

Abbas, forseti Palestínu, tilkynnti í setningarræðu sinni að slíta yrði viðræðunum ef Ísraelar myndu ekki framlengja byggingarbannið á herteknum svæðum, sem rann út 26. september 2010. Þessi byggingarstarfsemi er ólögleg samkvæmt alþjóðalögum. Starfsemin fer fram á svæðum sem rænt hefur verið frá Palestínumönnum og eru óumdeilanlega þeirra eign, þó að Ísraelar haldi fram hinu gagnstæða. Þeir telja sig mega taka land frá Palestínumönnum að vild, þar sem ekkert formlegt ríki Palestínu var og er til frá því að vopnahléslínan var sett 1967 og þar með engin landamæri. Þvílík einföldun! Í landamæraviðræðum fara því fram hrein hrossakaup og hafa Palestínumenn þegar afsalað sér stóru svæði til Ísraela. Samt vilja Ísraelar meira, þeir eru óseðjandi.

Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, þvældi tilfinningaþrungið um frið í setningarræðu sinni. Sagði hann m.a. að Ísraelar hefðu sýnt fram á að þeir vildu frið með því að skila áður herteknum landsvæðum eftir stríðið 1967. Hvers konar þvæla er þetta? Rétt er að þeir skiluðu hinni nánast óbyggðu herteknu Sínaí-eyðumörk til Egyptalands (1980/82) með því skilyrði þó að landið yrði herlaust.

Öðru máli gegnir með Jórdaníu. Palestínu vestan Jórdanárinnar var stjórnað af Jórdaníu og náði til landamæra sem Sameinuðu þjóðirnar settu 1947 undir mótmælum frá Palestínumönnum og Arababandalaginu. Þessi landamæri áttu að skilja að griðland fyrir Gyðinga og Araba. Jerúsalem var undanskilin þessari skiptingu og átti að vera undir alþjóðlegri stjórn. En á árunum 1947-1949 innlimuðu Ísraelar V-Jerúsalem auk landsvæðis frá Palestínu sem er stærra en allur V-bakki og Gazasvæðið í dag, og fylgdi því hrottaleg þjóðarhreinsun. A-Jerúsalem tilheyrði áfram V-bakkanum, enda nánast eingöngu byggð Palestínumönnum. En eftir stríðið 1967 gerðu Ísraelar einnig tilkall til A-Jerúsalem og innlimuðu enn einu sinni stórt svæði af þáverandi V-bakka. Auk þess byrjaði landrán með stofnun á ólöglegum landnemabyggðum á herteknum svæðum í skjóli hers.

Og þá talar Netanyahu um frið og fórnir af hálfu Ísraela! Þvældi hann síðar um landið sem Guð gaf Gyðingum (auðvitað einnig rænt frá öðrum eins og skráð er í Biblíu) og sem byggt hafi verið af þeim síðustu 3000 ár. Hafa skal í huga að um 1914 bjuggu um 85.000 Gyðingar í allri Palestínu á um 7% af landinu í friði meðal milljóna Palestínuaraba. Netanyahu þvældi áfram um að hægt væri að deila þessu litla landi með öðrum en Gyðingum. Hvers konar tilboð!!! Er þetta ávísun á það að Ísrael ætlar sér að innlima V-bakkann að öllu leyti, svo landræningjabyggðir verði »löglegar«? Þetta virðist vera staðreynd frekar en tilgáta. Þetta má aldrei gerast!

Þessi ætlun sást einnig vel þann 23.11.2010 þegar ísraelskur her jafnaði við jörðu og þurrkaði út heilt palestínskt þorp á V-bakkanum í Jórdandal. Þann 30.11.2010 ruddu Ísraelar í burtu palestínskum byggingum í A-Jerúsalem til að rýma fyrir 130 ísraelskum sem nýlega voru samþykktar af ísraelskum yfirvöldum. Lýstu Ísraelar því yfir að palestínsku byggingarnar hefðu verið reistar án leyfis Ísraela. Þetta endurtók sig 19. febrúar 2011. Hver gefur Ísraelum rétt til að dæma um það hvort byggingar í annarra manna landi séu óleyfilegar til þess eins að leyfa eigin trúbræðrum að ræna landið og að byggja þar sjálfir?

Ísraelar ræna ekki einungis landinu heldur einnig vatninu. Ekki nóg með það að þeir tappi vatninu af palestínska V-bakkanum með safnæðum í kringum herteknu svæðin og af stærsta vatnsbóli Palestínu, heldur skammta Ísraelar 1.450m{+3} af vatni á ári á hvern íbúa til landræningjabyggðar á meðan þeir skammta til palestínsku heimamanna aðeins 83m{+3}.

Mönnum er jafnvel rænt af Ísraelum eins og gerðist fyrir nokkrum árum þegar tugir palestínskra ráðherra og þingmanna voru numdir á brott. Þeir drepa jafnvel eins og atburður í Hebron þann 8.1. 2011 sýnir: Eftir að Abbas, forseti Palestínu, náðaði nokkra pólitíska palestínska fanga ruddust ísraelskir hermenn inn í íbúðir þeirra, handtóku sex þeirra en í sjöunda skiptið fóru Ísraelar húsavillt og drápu blásaklausan mann, sofandi í rúmi sínu og báðust afsökunar eftir á! Þvílík huggun!

Útþenslustefna Ísraela sést vel í sambandi við innflytjendastefnuna. Á meðan Gyðingar um heim allan eru beinlínis hvattir til búsetu í Ísrael, fá palestínskir flóttamenn ekki leyfi til að snúa til sinna heimahaga, í það sem Ísraelar kalla Ísrael. Innflytjendur af Gyðingaættum eru jafnvel hvattir til að setjast að í ræningjabyggðum á herteknum svæðum og eru ofan á allt verðlaunaðir fyrir það með skattaívilnun frá ríkinu.

Þegar Sameinuðu þjóðirnar leggja fram ályktun gegn Ísrael um yfirgang þeirra, kæra Ísraelar sig kollótta um það og BNA sitja hjá eða beita neitunarvaldi. Þetta hefur gerst margoft, nú síðast 18. febrúar 2011


>> Um 1914 bjuggu um 85.000 Gyðingar í allri Palestínu á um 7% af landinu í friði meðal milljóna Palestínuaraba.


Edmund Bellersen

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Fyrir fjöldamörgum árun las ég bók sem skrifuð er af Margarete Buber Newman og bókin heitir í Einræðisklóm,bókin fjallar um hana sjálfa og þau ár sem hún var fangi fyrst í Gulagbúðum í Síberíu og aftur eftir fangaskipti í fangabúðum nasista,lýsir hún lífi fangans og aðstæðum þeim sem lifað var í þessum búðum,eins dagbók Önnu Frank,og fl bækur.

Við lestur þessara rita hugsaði ég guði sé lof að nasistar eru brotnir á bak aftur og Stalínismin liðin undir lok,það verður aldrei gerð svo svínvirðileg brot á frelsi og rétti manna til lífs og jarðar,en mér finnst ég vera lesa þetta allt aftur,háir steinmúrar umlykja heilu landsvæðin og hindra að fólk geti aflað sér matar,hús og jarðir teknar af fólki,nákvæmlega eins og gert var í ríki nasista,heilu fjölskyldurnar hverfa í fangbúðir án dóms og laga,nema núna eru það Gyðingar sem eru gerandinn,fórn þeirra í stríðinu var skelfileg og engum dettur í hug að réttlæta það sem skeði,en það voru aðrir sem gengu hinstu göngu við hlið þeirra og þeirra fórnir gleymast,og ekki er það fólk að eigna sér helförina en það gera Gyðingar og þeir gera meira þeir haga sér rétt eins og þeirra gömlu kvalara,svipt palestínumenn allann rétt,til lífs og frelsis og gerir þá landlausa um leið. 

Sigurlaugur Þorsteinsson, 26.3.2011 kl. 02:17

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Laugi og takk fyrir innlitið og athugasemd. Já það er ótrúlegt hverig ísraelsmenn  komast upp með að drepa og svifta palestínumenn frelsi og lífsviðurværi. Þessi grein eftir Edmund Bellersen er gott innlegg í umræðuna um glæpaverk Israelsmanna. Hér áður fyr tók maður alltaf málstað ísraels, sem hafði að manni fannst þá rétt á því að verja sig fyrir palestinumönnum  sem stunduðu ógeðsleg hryðjuverk. Á síðustu árum hefur fréttaflutningur af glæpum ísraelsmanna gagnvart þessu fólki sannfært mig og örugglega  miljónir  manna um að þeir sem stjórnað hafa Ísrael eru samansafn af ógeðslegum glæpamönnum. Sem betur fer eru alltaf fleiri og fleiri að sjá þetta þrátt fyrir gengdarlausan áróður ísraelsmanna og áhangendur þeirra. 

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 27.3.2011 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband