Sjóstangveiðifélag Vestmannaeyja

SJÓVE 1SJÓVE 3

Á fyrstu mynd eru t.f.v: Sverrir Einarsson tannlæknir, Bragi Jósepsson (Staumfjörð) og Axel Ó lárusson skósali. Á mynd tvö eru t.f.v: Sveinn Jónsson, Sævar Sæmundsson, Eiríkur Sigurgeirsson og Jón Ögmundsson frá Litlalandi við Kirkjuveg. Þarna er Gullfoss í baksín en hann var hér í höfn yfir  áhvítasunnuna og var notaður sem hótel fyrir aðkomumenn aðalega útlendinga sem komu til Vestmannaeyja á Sjóstangveiðimót.

Sjóstangveiðifélag Vestmannaeyja

 

Sjóstangaveiðifélag VestmannaeyjaSaga  Sjóstangveiðimóta í Vestmannaeyjum nær aftur til ársins 1960 eða í 50 ár, en þá var haldið mót á vegum Flugfélags íslands. Hugmyndin var þeirra Flugfélagsmanna, en þeir fengu Axel Ó Lárusson til að sjá um framkvæmdina í Eyjum.  Aðrir sem komu þarna við sögu voru m.a.  Páll Þorbjörnsson sem var yfirvigtarmaður og Guðlaugur Stefánsson  í Gerði sem sá um að rita það sem þurfti. Flugfélagsmótin urðu þrjú, en í febrúar 1962 kom upp áhugi til að stofna Sjóstangveiðifélag í Vestmannaeyjum fékk það félag nafnið SJÓVE. Fyrsta stjórn félagsins skipuðu þeir Þórhallur Jónsson formaður, Axel Ó Lárusson gjaldkeri og Steinar Júlíusson var ritari.

Það var oft gaman að fylgjast með þessum stangveiðimótum fyrstu árin sem þau voru haldin í Eyjum, þar sem mikið líf var á bryggjum þegar bátar komu að landi og verið var að vigta þann afla sem fékkst. SJÓVE var mjög virkt félag í mörg ár og er kannski enþá.     Eins og svo oft áður er það sama fólkið sem gegnum tíðia hafa verið drifjaðrirnar í þessum félagsskap. Hér fyrir neðan má sjá mynd af hluta af því fólki.

 

 

 

 

 

SJÓVE 2 

Stjórn SJÓVE 1987, t.f.v: Aðalbjörg, Þóra, og Þuríður, aftari röð; Magnús, Pétur, Jón og Jóhann Listó

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo margir áhugamenn um öryggismál sjómanna sem koma hérna svo ég vek athygli á þessu hér .... bestu kv Gilli

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/03/23/rafmagnsvir_brann_i_tf_lif/

 Bæði TF-LÍF og TF-GNÁ fara í tímafrekar viðhaldsskoðanir á næstu
mánuðum. Á meðan önnur er í skoðun má hin ekki fljúga lengra en 20
sjómílur frá landi.

Er ekki kominn tími á auka þyrlu ? Er alveg hissa á hvað umræðan um þetta grafalvarlega mál er lítil. Hvað finnst ykkur sjómönnum Bannað að slasast nema inna 20 sjómílna frá landi ...... Það þarf að vekja meiri athygli á þessu hættulega ástandi sem er, ef aðeins ein þyrla er tiltæk.

Gisli Gislason (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 09:16

2 identicon

Sæll Sigmar.

 Innilegar hamingju óskir með 65 ára afmælis daginn.

Frábært að fylgjast með blogginu þínu.

Þórunn Sveins kemur inn í kvöld með fullfermi Kv.Sigurjón

Sigurjón Óskarsson (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 13:39

3 identicon

Innilegar hamingju óskir í tilefni dagsins.

Ég segi eins og Sigurjón gott blogg og vonandi heldur þú áfram að fræða okkur.

Kveðja úr Eyjum

Stjáni

Kristján Óskarsson (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 15:06

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, til hamingju með afmælið, njóttu dagsins.

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 23.3.2011 kl. 15:32

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Gísli já ég tek undir með þér með þyrlurnar, auðvitað þarf að auka við þyrluflotan og vonandi verður það gert sem fyrst. Ekki beðið eftir að það verði slys sem ekki er hægt að sinna.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.3.2011 kl. 17:02

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heilir og sælir Sigurjón, Kristjan og Helgi Þór, Þakka ykkur kærlega fyrir góðar afmæliskveðjur og góð orð um bloggið mitt. Gaman að heyra Sigurjón að Þórunn Sveinsdóttir sé að koma inn með fullfermi. Það ætlar að vera sama gæfan yfir þessu skipi og þeim eldri, það gleður okkur sem þekkja nafnið Þórunn Sveinsdóttir.

Kær kveðja og hafið þið það sem best

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.3.2011 kl. 17:08

7 identicon

Til hamingju með Afmælið . Bestu kveðjur

Gilli (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 22:12

8 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Gilli, takk fyrir afmæliskveðjuna

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.3.2011 kl. 23:42

9 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Helgi Þór Gunnarsson, 27.3.2011 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband