20.3.2011 | 16:46
Herjólfsferð er örugg ferð var slagorð hér áður fyr
Þessa mynd teiknaði PEBS eða Pétur bilstjóri sem keyrði vöruvagna í Herjólf í mörg ár, en Jóhann Geirharðsson bílstjóri ( einstakur öðlingsmaður) átti það fyrirtæki og stóð sig mjög vel í þessum flutningum milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar. Það þurfti stundum að stoppa Herjólf gamla þegar hann fór í slipp og þá voru eins og nú menn óhressir með það stopp. Þær kvartanir komu auðvitað á forstjórann sem þá var vinur minn Magnús Jónasson kenndur við Grundarbrekku. En Stína (Kristín) var á skrifstofunni í Reykjavík. Myndin sýnir hvaða lausn Pétur bílstjóri sá árið 1987 á þessum vandræðum Eyjamanna að fá vörur og flutning farþega til Eyja.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.