Sjóvarnargarður byggður við Stokkseyri

Sjóvarnargarður Eyrarbakka 1Sjóvarnargarðar Eyrarbakka 5

Mér er sagt að þessar myndir séu frá byggingu brimvarnargarðs við strandlengjuna sem liggur að Stokkseyri, ekki fylgir sögu hvaða ár þessi garður var gerður. En það er gaman að skoða þessar myndir sem eru frá bygginu hans og vetrarmyndin sýnir hann fullbúinn.

Myndirnar eru sagðar frá Eyrarbakka, en mér er sagt að þessi brimvarnargarður sé við ströndina að Stokkseyri, ef einhver veit betur væri gott á fá athugasemd.

Sjóvarnargarður Eyrarbakka 3Sjóvarnargarður Eyrarbakka 2

 

Sjóvarnargarðar Eyrarbakka 4

Hér er brimvarnargarðurinn í Vetraebúningi.

  1. Frá bloggvini mínum Sigurlaugi Þorsteinssyni

Sæll Sigmar.Ég er næstum því viss um að þetta er við Stokkseyri,alla vega er myndin af Graddanum tekin fyrir austan höfnina á Stokkseyri og alla jafna er garðurinn hærri við Eyrarbakka eða réttara landið að garðinum lægra,en þessi garður skemmdist mikið í flóði og var lagfærður frá höfninni á Eyrarbakka og austur fyrir Stokkseyri,þessa garðs er að ég held fyrst minnst eftir Básendaflóðin og samkv frásögn á sjórinn að hafa náð inn í Skerflóðið og skemmt bæði land og hús,,Jarðirnar Gamla-Hraun,Litla-Hraun og fl urðu illa fyrir barðinu á því flóði,en á Gamla-Hrauni bjó langafi minn,Jón Guðmundsson,síðan urðu flóð um 1980 eða eftir þann tíma og eftir þau var ráðist í viðgerðir á garðinum

Flóðin munu hafa verið 1977,og ollu miklu tjóni við Stokkseyri og var bærinn umflotin sjó,3 bátar bárust upp í fjöru,minna tjón var við Eyrarbakka,þó komst sjór í nokkur hús,,,Heimild,Brim.123.is,önnur flóð urðu um 1926 sem skemmdu bæði land og hús,kanske hafði þessi flóðasaga sín áhrif um að höfnin á Eyrarbakka fékk ekki viðurkenningu sem hafskipahöfn og tryggingarfélög neituðu að tryggja báta sem lágu þar,en það er önnur saga.

Kv Laugi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Sæll Sigmar.Ég er næstum því viss um að þetta er við Stokkseyri,alla vega er myndin af Graddanum tekin fyrir austan höfnina á Stokkseyri og alla jafna er garðurinn hærri við Eyrarbakka eða réttara landið að garðinum lægra,en þessi garður skemmdist mikið í flóði og var lagfærður frá höfninni á Eyrarbakka og austur fyrir Stokkseyri,þessa garðs er að ég held fyrst minnst eftir Básendaflóðin og samkv frásögn á sjórinn að hafa náð inn í Skerflóðið og skemmt bæði land og hús,,Jarðirnar Gamla-Hraun,Litla-Hraun og fl urðu illa fyrir barðinu á því flóði,en á Gamla-Hrauni bjó langafi minn,Jón Guðmundsson,síðan urðu flóð um 1980 eða eftir þann tíma og eftir þau var ráðist í viðgerðir á garðinum

Kv Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson, 22.3.2011 kl. 09:42

2 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Flóðin munu hafa verið 1977,og ollu miklu tjóni við Stokkseyri og var bærinn umflotin sjó,3 bátar bárust upp í fjöru,minna tjón var við Eyrarbakka,þó komst sjór í nokkur hús,,,Heimild,Brim.123.is,önnur flóð urðu um 1926 sem skemmdu bæði land og hús,kanske hafði þessi flóðasaga sín áhrif um að höfnin á Eyrarbakka fékk ekki viðurkenningu sem hafskipahöfn og tryggingarfélög neituðu að tryggja báta sem lágu þar,en það er önnur saga.

Kv Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson, 22.3.2011 kl. 10:02

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Laugi og takk fyrir upplýsingar um þessar myndir og fróðleik um  brimvarnargarðana.Það var búið að segja mér þegar ég fékk þessar að þær væru frá Eyrarbakka, en þegar ég stækkaði upp myndina þar sem bátarnir sjást þá fanst mér það ekki passa við garðinn á Eyrarbakka.

  Þú ert ótrúlega fróður Laugi um allt sem viðkemur ströndinni, sama hvaða myndir maður setur hér inn á bloggið. Ég fæ að færa þessar athugasemdir upp á síðuna.

Takk fyrir þetta Laugi

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 22.3.2011 kl. 17:40

4 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Sæll Sigmar.

Ég vil ekki viðurkenna að ég sé fróðari an aðrir um þessa hluti,en hins vegar hefur landið okkar saga þess og menning heillað mig frá æskuárum og ég hef ferðast um það bæði til sjós og lands og í hverri einustu ferð sé ég eitthvað nýtt sem ég þarf að skoða í næstu ferð,svo eru nú þekktir grúskarar í ættinni,t,d síðan Bátar og skip sem Tryggvi heldur úti,svo hafa bækur Guðna verið nokkuð vel lesnar(Guðni Jónsson prófessor bróðir afa á Horninu)Svo eru ansi margir þeirra sem ég hef ferðast með,ótæmandi viskubrunnar og það er bara að hlusta og taka eftir,,eins og Þórarinn kennari sagði oft í tímum.

En fyrst og fremst hef ég bara gaman af þessu  og nota þessar myndir þinar til að grúska meira og fara á staðinn og skoða ef því er viðkomið.

Kv Laugi. 

Sigurlaugur Þorsteinsson, 22.3.2011 kl. 17:53

5 identicon

Garðarnir voru byggðir eftir flóðið sem átti sér stað 1990 og eyðilagði að mestu gamla garðinn sem fyrir var.

Ég reikna með að Laugi sé frændi minn þar sem Guðni Jónsson var bróðir ömmu minnar :)

Guðríður (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 11:42

6 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Sæll Sigmar,Það hafa greinilega fl af Gamla-Hraunsættinni áhuga á þessum skrifum,enda saga okkar tengd sterkum böndum við þetta svæði og Guðni gert ættinni  og sögu hennar góð skil i bókum sínum,Já komdu sæl Guðríður,ég geng út frá því að þú sért sonardóttir Dagmarar Jónsdóttur frá Gamla-Hrauni,f 12,08,1895,d 07,05,1986.

Kv Laugi.

Sigurlaugur Þorsteinsson, 25.3.2011 kl. 09:16

7 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Laugi og takk enn og aftur fyrir þitt innlegg í bloggið mitt. Ég svaraði ekki fyr vegna þess að ég er búinn að vera að vinna úti á landi. Keyrði í þessari ferð 900 km. Var að taka út ásamt öðrum öryggisbúnað á bryggjum frá Húsavik að Höfn í Hornafyrði. Það sést á þessum skrifum þínum að þú ert grúskari. Eða eins og sagt er: "Ekki illa í ætt skotið "

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 25.3.2011 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband