6.3.2011 | 22:36
Hvar er þessi mynd tekin ??
Er einhver sem getur frætt mig á því hvar þessi mynd er tekin ?
Kannski Laugi bloggvinur minn viti það?
Ég held að það sé komið á hreint, að þessi mynd er frá Ísafirði, ég þakka öllum sem settu hér athugasemdir við myndina.
Flokkur: Bloggar | Breytt 12.3.2011 kl. 20:24 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Færsluflokkar
Tenglar
Greinar
- Þórunn Sveinsdóttir Búið er að setja inn myndskreytta útgáfu á PDF formi, af grein Sigmars Þórs um Þórunni J. Sveinsdóttur.
Bloggvinir
-
solir
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
thorirniels
-
reykur
-
fosterinn
-
georg
-
valurstef
-
ews
-
mattikristjana
-
nkosi
-
jonsnae
-
vardturninn
-
omarragnarsson
-
godaholl
-
raggie
-
jp
-
gisligislason
-
nimbus
-
oliskula
-
laugi
-
hljod
-
islandsfengur
-
jaj
-
omarbjarki
-
svanurg
-
fiski
-
saemi7
-
gmaria
-
olafurjonsson
-
snorribetel
-
1kaldi
-
asthildurcesil
-
skari
-
sng
-
nautabaninn
-
bjarnihardar
-
oskareliasoskarsson
-
dressmann
-
flinston
-
skagstrendingur
-
svarthamar
-
noldrarinn
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 8
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 848669
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
? Siglufjörður.? ?
Númi (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 23:55
Er hún ekki tekinn á Isafirði?
Eyjólfur G Svavarsson, 6.3.2011 kl. 23:59
Ég er ekki alveg viss en ég get ekki betur séð en hún sé tekin á Siglufirði.............
Jóhann Elíasson, 7.3.2011 kl. 08:01
Ég er eiginlega sammála Núma og Jóhanni um að þetta sé á Siglufirði.
Sigurlaugur Þorsteinsson, 7.3.2011 kl. 09:51
Kæmi mér ekki á óvart ef um Ísafjörð væri að ræða, þá mundi húsið lengst til hægri vera Edinborgarhúsið sem nú er rekin sem menningarstöð af ýmsu tagi ásamt veitingastað.
Möstrin sem sjást á myndinni ef hún er stækkuð upp eru akkúrat þar sem símstöðin var reist, blokkin er svokölluð málarablokk.
Nú ef? þá er þetta tekið fyrir landfyllingu og mörg ef ekki öll gömlu húsin fremst á myndinni horfin, í dag stendur hótelið lengst til vinstri á myndinni
Held að fjallið passi alveg, en eigi er það neitt líkt fjallinu fyrir ofan bæinn á Siglufirði.
Kannski er ekkert af þessu rétt, en gaman að fá að spreyta sig
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2011 kl. 10:47
Siglufjörður-Ísafjörður,já annaðhvort er það.?
Númi (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 11:13
Nokkuð viss um að þetta er ekki Siglufjörður. Ég veðja á að þetta sé Ísafjörður.
Kjartan Ásmundsson (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 18:30
'Eg hef legið yfir gömlum myndum frá Siglufirði og fl stöðum og hallast æ meira á Ísafjörð og verð að taka undir að það sé sennilega réttara en Siglufjörður,gaman af þessum "speguleringum" eða eins og Gylfi prent sagði stundum þegar eitthver hitti naglann á höfðuðið í samræðum"það var nefnilega lóðið"
Kv Laugi
Sigurlaugur Þorsteinsson, 7.3.2011 kl. 18:57
Já Ísafjörður er það heillin.
Googlaði á Sigló, skoðaði myndir og fjallið á þessari mynd á ekkert við fjöllin fyrir ofan Sigló.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2011 kl. 20:21
Þetta er á Ísafirði, við Edinborg(arhúsið).
Faktor, 7.3.2011 kl. 22:30
Ísafjörður, málarablokkin og Edinborg!
R (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 22:45
Ég held að þetta sé tekið i Hnífsdal
Brynja Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 22:52
Heil og sæl öll sömul og takk innilega fyrir innlit og allar þessar athugasemdir. Ekki datt mér í hug að þessi mynd vekti slíka athygli þegar ég setti hana á bloggið mitt í gær, en það er gaman að svo margir skuli hafa reynt að finna út hvar hún er tekin. Eftir að hafa lesið þessar athugasemdir hallast ég að því að þetta sé tekið á Ísafirði og set það líklega undir myndina. Sjálfur hef ég verið að skoða gamlar myndir til að reyna að finna út hvar hún er tekin.
En og aftur takk fyrir þessar pælingar.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 7.3.2011 kl. 23:15
Það er þetta með gamlar myndir,ég átti erindi niður á ljósmyndasafn Reykjavíkur fyrir nokkrum dögum,og var ætlunin að kaupa myndir sem ég var búin að sjá á Netsíðu safnsins. En það var nú meira ævintýrið sem ég lenti í,eftir þónokkurn tíma fannst myndin en hjá þeim var hún sögð í allt öðrum landshluta. Ég fékk að fara í gegnum möppur og leita mér að fleirri mynum,en þvílíkt þær myndir sem sagðar væru í möppunum reyndust ekki vera á réttum stað og allt aðrar myndir og gjörsamlega óflokkað.Ég benti þessu unga fólki þarna á þetta ,en það var bara sagt við mig,,nú er það,,.Ég sá engan þarna á safninu í eldri kantinum,sem hefði getað áttað sig á því sem ég var að leita að. Ég spurði þarna einn starfsmanninn hvort þeir gætu ekki fengið eldra fólk til að hjálpa sér í því að finna út hvaðan myndir væru,en svarið var það.,,ég veit það ekki,,.Ég hef áður leitað þarna og keypt myndir,og oft hef ég rekist á það hve lítil kunnátta virðist vera þarna hjá starfsfólkinu,það giskar á jafnvel hvaðan myndirnar eru,og má sjá það á síðu Ljósmyndasafnsins. Það var gott að þú fékkst botn í mynd þína Sigmar,enda tóku margir þátt í því að finna það út. En hjá Ljósmyndasafninu finnst mér þeir þurfa að taka þessa flokkun mynda af alvöru, ákveðinni kynslóð fækkar með mikla þekkingu og megum við ekki missa af þeim gnægtarbrunni sem eldri kynslóðin gefur okkur með sinni þekkingu.
Númi (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 00:21
Tek undir þetta Númi, en eins og með svo margt annað þá eru ekki til peningar til að sinna þessum málum.
Ég gaf fyrir nokkrum árum myndir á safnið á Ísafirði og var því tekið með þökkum, enda vel hugsað um myndir þar.
Á eftir að senda myndir á Eskifjörð, en til Reykjavíkur veit ég ekki hvort ég læt nokkrar myndir þær fara bara í stóra kassann.
Fyrirgefðu síðueigandi, en við erum komin út í aðra sálma.
Takk fyrir mig.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.3.2011 kl. 10:57
Það er einfaldlega ekki hægt annað en að taka undir með Núma varðandi geymslu og skráningu gagna,og gildir það um ansi fl söfn en myndasafnið í rvk,ég hef nú í fjölda ára verið að grúska í málum varðandi afa minn Gunnar Marel Jónsson og afkomendur hans og fl málum,leitað að gömlum kortum um byggð í Öræfasveit og listinn er langur,og ansi oft mæti ég samskonar viðbrögðum og Númi lýsir,sem betur fer eru ýmsir um land allt sem hafa safnað og sankað að sér ótrúlegu magni af fróðleik og gögnum,og t.d. er mikil vakning í varðveislu gamalla trébáta(trillum eins og það var kallað)og um leið varðveitist handbragð og kunnátta sem því fylgir,ýmsir síðuhaldarar leggja mikið upp úr því að birta myndir af gömlum fiskibátum og sögu þeirra,og ég veit að það yljar sálartetrinu hans Sigmars og hefur hann komið með hinn ýmsasta fróðleik varðandi slysavarnir og fl.
En það má alveg hamra svolítið á að við erum að glata verkkunnáttu og handbragði forferða okkar,þó margt sé verið að gera í því samt.Eitt sinn sat afi í káettunni á Erling VE og spurði af hverju menn væru að kvarta yfir svona flottum aðbúnaði(kjöt og mjólk geymd í ís í lestinni eldað á olíukabyssu,og pakkavara geymd í pappakassa í einni kojuni,sjógalli geymdur á snaga við kabyssuna og eldað,sofið,reykt í rými fyrir 6-8 mans sem varla var stærra en tveggja manna klefi á skipum í dag) svo bætti gamli við þið hefðuð átt að vera á góðu áttamanna fari með nestiskrínu og þurfa að taka á við róðurinn,Í dag hljómar frásögn mín af aðbúnaði um borð í trébátunum á árunum um 1970 svipað fyrir unga sjómenn í dag,og frásögn afa gerði í mínum eyrum þá.
Kveðja og fyrirgefið mér bullið
Laugi
Sigurlaugur Þorsteinsson, 8.3.2011 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.