25 þúsund sjómenn farast árlega við störf sín

 Ótrúlega margir sjómenn víðvegar um heimin láta lífið við störf sín

25 þúsund sjómenn farast árlega við störf sín. Viðskiptablaðið 3. mars 2011. Vilmundur Hanssen

Sjómennska er hættulegasta starf í heimi samkvæmt tölum frá Alþjóðavinnumálastofnuninni
ILO, einni af stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Talið er að um 25 þúsund sjómenn farist árlega
við fiskveiðar og tengd störf. Lang flest eru dauðsföllin í þróunarlöndunum enda er öryggismálum þar víða mjög ábótavant. Sverrir Konráðsson, sérfræðingur hjá iglingastofnun, sat í janúar síðastliðinn fund undirnefndar um stöðugleika, hleðslumerki og öryggi fiskiskipa (SLF) hjá Alþjóðasiglingamála stofnuninni, IMO, í London. „í raun veit enginn fyrir víst hversu margir farast við fiskveiðar á ári vegna Sverrir Konráðsson. Vegna þess að skráningu á dauðsföllum er víða ábótavant. Talan sem Alþjóðavinnumálastofnunin hefur tekið saman er nálgun og byggð á gögnum og tölfræði sem talin er áreiðanleg. Hæst er dánartíðnin talin vera í þróunarlöndunum þar sem öryggismál eru víða í ólestri og þar er slysaskráningin líka ónákvæmust og víða engin og sjóslysarannsóknir takmarkaðar. Fiskveiðar í heiminum eru stundaðar með mjög mismunandi hætti, allt frá því að fólk standi á ströndinni og kasti út netum, rói frá landi á eintrjáningum eða stundi veiðar á stórum verksmiðjuskipum. Ástæður dauðsfalla eru því mjög mismunandi og atvikin sem skráð eru geta verið allt frá því að einstaklingur sem rær til fiskveiða út á Malavívatn að morgni skili sér ekki aftur að kvöldi, maður falli ofan í lest og láti lífið eða að stór fiskiskip farist á hafi úti," segir Sverrir í samtali við Fiskifréttir.

Hættulegasta starf í heimi

Talan um dauðsföll sjómanna er sláandi og allir sem láta sér annt um öryggi þeirra hafa verulegar áhyggjur af stöðunni. 25.000 dauðsföll á ári jafngilda því að 69 fiskimenn látist af slysförum á hverjum degi alla daga ársins og samkvæmt því er sjómennska hættulegasta atvinnugrein í heimi. Sem dæmi má nefna sýna tölur frá Bandaríkjunum að af hverjum 100.000 fiskimönnum deyja 160 árlega af völdum slysa við veiðar en það er 25 sinnum hærra tala en meðaltal dauðaslysa hjá öðrum starfsstéttum, að sögn Sverris. Torremolinos-bókunin „Á fundinum í London var lögð áhersla á að Torrremolinos-bókunin svonefnda, sem snýst um öryggi fiskiskipa og samþykkt var á vettvangi IMO árið 1993, tæki gildi sem víðast, ekki síst í Asíuríkjum þar sem fjöldi fiskiskipa er mestur. Flestar Vesturlandaþjóðir hafa fullgilt bókunina og íslendingar hafa innleitt öll ákvæði hennar auk íslenskra sérákvæða. Því miður hefur samþykktin ekki öðlast gildi á heimsvísu og víða er öryggi sjómanna mjög ábótavant. Markmiðið í dag er að reyna að bæta öryggi sjómanna á fiskiskipum í þriðja heiminum og koma þeim á sama stig og á
Vesturlöndum," segir Sverrir Konráðsson.

 VILMUNDURHANSEN vilmundur@fiskifrettir.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Orð í tíma töluð Sigmar. Það er þó gott að vita að lyft hefur verið grettistaki hér hjá okkur og á norðurlöndum en í Afríku er hrikalegt ástand. Eins of fram kemur hjá þér þá eru stöðuleika mál í Afríku í algjöru lama sessi og hef ég ferðast með Kano sem er mjög algengur hjá Afrískum fiskimönnum og er þessum bátum haldið á réttum kili með hreyfingu hvers áhafnar meðlims. Urðum við allir að hreyfa okkur eftir hvor öðrum. Ef einn fór í bak varðst þú að halla þér í stjórnborð. Á þessum skipum fara þeir 4 - 8 saman til veiða og eru stundum dögum saman og getur hver maður séð að það má ekki mikið út af bera.

Ekki vei ég hvers vegna þetta bátslag er svona vinsælt. Kannski til að komast út í gegnum brimið við sandstrendurnar og eins þurfa bátarnir verða að vera léttir þar sem þeir taka þá með handafli uppí sandinn eftir veiðiferðina svo ekki er auðvelt að bæta við ballest.

Ólafur Örn Jónsson, 5.3.2011 kl. 08:39

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Ólafur Örn og þakka þér kærlega fyrir innlitið og þessa fræðslusögu um fiskimenn sem fiska á Kano. Já það er víða pottur brotinn í þessum öryggismálum sjómanna víða um heim og þessar tölur um sjómenn sem farast um heim allann eru ótrúlega háar. En við ættum kannski ekki að vera hissa á þessu, það eru ekki margir áratugir síðan hér við land fórust árlega tugir manna.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.3.2011 kl. 12:32

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Það er satt Sigmar en sem betur fer erum við komnir langan veg þó alltaf megi bæta. En eins og kemur fram þegar sótt er um slysa-tryggingar fyrir sjómennsku er gjaldskráin há. Það eru mikil átök og stór virk spil og síðan er hafið óútreiknanlegt. Það er erfitt að spá því að hægt sé að koma í veg fyrir slys á fiskiskipum líkt og í umferðinni þar sem hraðinn er mikill og augnabliks vangá getur kostað líf.

En þessi óskapnaður í Afiríku og sennilega víðar er af öðrum toga og því miður tekinn eins og sjálfsagður fórnar kostnaður við sjósókn. Alþjóðastofnanir þurfa að koma að þessu því miðað við það sem ég hef kynnst er þetta staðbundið við littla staði sem eru í lítlu sambandi við umheiminn og fá ekki mikla aðstoð hvorki í fræðslu né fjármagni.

Ólafur Örn Jónsson, 5.3.2011 kl. 18:43

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Ólafur Örn, ég ætla að byrja á því að þakka þér fyrir að vera bloggvinur og ekki skemmir það Ólafur að þú hefur auðsjáanlega áhuga á öryggismálum sjómanna. Það er merkilegt hvað fáir tjá sig þegar maður bloggar um þann málaflokk. Kannski er það vegna þess margir  sjómenn þora ekki að tjá skoðanir sínar nú orðið nema undir dulnefni. Tryggingar sjómanna hafa yfirleitt verið lélegar og illa gengið að fá þær  bætur sem þeir eiga nema þá með málaferlum. Þetta er þó eitthvað að lagast eftir því sem mér er sagt. Líf sjómannsins var lengi metið að jafnvirði  smábils eins og WV Golf þetta er þó orðið meira í dag held ég.

Nú á síðast ári urðu töluvert fleiri slys á sjó en árið 2009 þannig að það verður vera vakandi og fá miklu meiri umræðu um þessi mál í fjölmiðlum. Það er ekki eðlilegt að umræða um öryggismál sjómanna sé algerlega þögnuð, mín skoðun er sú að það hafi verið fyrirfram ákveðið að þagga niður þá umræðu.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.3.2011 kl. 21:46

5 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Heill og sæll Sigmar þakka þér sömuleiðis. Já það er gott þú nefnir það því margir trúa ekki hvað viðgengst í íslenskum sjávarútvegi að menn innan greinarinnar geta ekki leyft sér að tjá skoðanir sínar. Það er alls ekki holt fjölskyldumönnum að láta heyra í sér og ég held að helst megi enginn orðið láta hafa neitt eftir sér í fjölmiðlum.

Það er ljótt að heyra ef farið er að ganga á slysatryggingar þá eru þessir kónar farnir að teygja sig full langt. Helst held ég að útgerðamenn vilji fara að teygja sig í Asíu sjómenn sem þeir fá senda á 2 ára fresti og þurfa aðeins að borga 50000 kr á mánuði og engar tryggingar. Þetta er það sem þessir menn eru að láta sér dreyma um.

Það hefur verið óskiljanleg lenska að gera lítið úr strákum sem leggja fyrir sig sjómennsku. En eitt má fólk vita að ekki kynntist ég öðrum eins óheiðarleika og illmennsku fyrr en ég var kominn í land og fór að umgangast langskólagengna "business" menn. Hvílíkt hyski svo ekki sé talað um þetta fólk sem situr á Alþingi.

Ólafur Örn Jónsson, 6.3.2011 kl. 02:05

6 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Helgi Þór Gunnarsson, 6.3.2011 kl. 13:04

7 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Ólafur Örn, ég veit fyrir víst að útgerðarmenn vilja að sjómennirnir þeirra séu vel tryggðir, enda hafa þau mál lagast mikið á síðustu árum. Það hefur aftur á móti oft verið erfitt að eiga við tryggingafélögin sem ekki er hægt að kenna útgerðunum, auðvitað vilja útgerðarmenn að sjómenn fái tryggingabætur þeir eru jú búnir að borga stórar upphæðir í trygginagjöld og ætlast til að tryggingarnar standist.

Mín reynsla sem skipaskoðunarmaður er sú að flest allir útgerðarmenn og sérstaklega þessi stærri útgerðarfélög hafa sýnt öryggismálum sjómanna mikin áhuga, enda eru skip þeirra vel búinn þeim búnaði sem þau eiga að hafa. Það er svo undir sjómönnunum sjálfum komið hvort þeir halda þessum búnaði í lagi, það er kannski ekki alltaf eins og það á að vera.

Kær kveðja  

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.3.2011 kl. 13:28

8 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Sælir félagar

Gaman að fylgjast með umræðunni hjá ykkur. Sammála Simma um að sjómenn verða að vera meðvitaðri um eigið umhverfi og þá björgunar- og öryggistækin sem um borð eru. Horfði á þátt á Discovery um daginn. Þar voru menn að veiða sverðfisk með longline frá Nýfundnalandi, á frekar litlum bátum í allskonar veðrum. Það fyrsta sem ég tók eftir að enginn var með hjálm. Ekki var gengið frá fiskinum niður í lest strax heldur slóst hann til og frá á þilfarinu með tilheyrandi hættu fyrir áhöfnina en svona fiskar geta orðið 250 kg. Svo hafa þessir kollegar okkar ekki fattað það hve hvíld er nauðsynlegur þáttur í sjómennskunni, bæði til afkastaaukningar og fækkunar slysa. Það er víða pottur brotinn finnst mér. Tala nú ekki um krabbaveiðarnar frá Nova Scotia svæðinu. Þar er stunduð rússnesk rúlletta allt árið um kring enda farast þar margir sjómenn að óþörfu.

Valmundur Valmundsson, 8.3.2011 kl. 14:37

9 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Valmundur og takk fyrir innlitið og þitt innlegg í uræðuna, alltaf gott að fá svona sögur frá öðrum þjóðum, og ég fagna því þegar sjómenn leggja eithvað til málana þegar öryggismál eru til umræðu.

Já það er skelfilegt hvernig þetta er í mörgum löndum þar sem manslífin eru i lítið metin. Ég held að við séum nokkuð framalegia í þessum málum. En það er langt frá því að þetta sé í nógu góðu lagi, mér sýnist að á síðustu árum höfum við sofnað á verðinum, þannig að við séum að missa flugið. Ég hef margreynt að fá umræðu hér á blogginu um þessi mál en það virðast örfáir hafa áhuga á að tjá sig um öryggismálin, bara það er mjög slæmt. Hvernig getum við opnað umræðu um þennan málaflokk Valmundur ??

Þú talar um hvíldartíman sem er auðvitað bráðnauðsynlegur, en sjómenn segja mér að reglur um hvíldartíma séu þverbrotnar, og það eru ekki svo fá dæmi um það á allra síðustu árum  að menn sofna við stýrið og missa báta sína upp á land.

Ég veit að við sem höfum áhuga á þessum málum höfum mikið verk að vinna ef við ætlum að stuðla að fækkun slysa á sjó eða bara halda í horfinu. Þess vegna fagna ég í hver sinn sem einhver umræða er um þessi mál í fjölmiðlum eða á blogginu. Endilega bloggaðu um þessi mál Valmundur.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.3.2011 kl. 23:19

10 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, mér dettur í hug hvort ekki sé grundvöllur fyrir ráðstefnuhaldi víða um land, sem mætti til dæmis halda um sjómannahelgina, eða einhverja helgi þegar flestir sjómenn eru í fríi.

Sigmar, var ekki til hér í Eyjum félag áhugamanna um slysavarnir til sjós og lands?

kær kveðja frá Eyjum í blíðunni.

Helgi Þór Gunnarsson, 9.3.2011 kl. 17:36

11 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi Þór, ég þóttist vita að þú létir í þér heyra þegar þessi mál eru til umræðu. 

Jú það er einmitt það sem vantar að sjómenn og áhugamenn teki sig saman og standi fyrir ráðstefnu, en ég held að Sjómannadagurinn væri kannski ekki rétti tíminn til þess. Það þarf einhverveginn að vekja menn til umhugsunar um að umræða er nauðsynleg, til að menn fari að hugsa um öryggi sitt. Mest öll framför í öryggismálum er varðar búnað er kominn frá sjómönnunum sjálfum.

Það er rétt munað  hjá þér Helgi Þór, að við vorum 18 Eyjamenn sem stofnuðum félag sem við nefndum Áhugamennafélag um öryggismál sjómanna, þetta félag starfaði í mörg ár og hafði það eitt á stefnuskrá sinni að vekja áhuga á öryggismálum sjómanna og reyna að bæata öryggi sjómanna. Ég tel að þetta félag og þeir menn sem í því störfuðu hafi fækkað slysum á sjómönnum allt í kringum landið og hef ég gert hér á blogginu mínu góða grein fyrir því. Ég var að vona að sá áhugi sem hefur verið í Eyjum siðastliðin 80 ár á öryggismálum sjómanna muni haldast um ókomin ár, en því miður virðist mér hann hafa dvínað eins og hjá fleirum. En vonandi er þetta ekki rétt hjá mér allavega eru einhverjir eftir sem sýna þessum málum áhuga.

Kær Kveðja úr Kópavogi 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 9.3.2011 kl. 22:00

12 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Helgi Þór Gunnarsson, 11.3.2011 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband