25.2.2011 | 22:40
Góðir kokkar eru ómissandi til sjós
Ég hef ekki sett margar myndir af skipskokkum hér á bloggið mitt, en góðir kokkar eru ómissandi um borð í öllum skipum.
Myndin er tekin úr gömlu Sjómannadagsblaði frá árinu 1969 og er af Hilmari Þorvarðsyni matsveini, þá skipverji á Örfyrisey. Hann er þarna að halda upp á 6000 tonna loðnuafla með heilsteik.
Nokkuð mörg ár eru síðan Hilmar hætti til sjós en hann er lærður bilamálari og hefur stundað þá iðngrein.
Skemmtileg mynd af kokkinum Hilmari
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.