Dýpkunarskipið Grettir að störfum

Grettir að störfum

  Dýpkunarskipið Grettir við dýpkunarstörf en því miður þekki ég ekki staðinn, en stóla á vin minn Lauga Blush.

Grettir var smíðaður úr stáli  í Noregi 1977. ( vél fyrir sanddælur ekki skrúfu)

Grettir var skráður sanddæluskip. Hann sökk um 15 sjómílur norður af Garðskaga 4. mars 1983. Varðskipið Ægir var með Gretti í  togi  á leið frá Hafnarfirði til Húsavíkur. Engin maður var um borð þegar  hann sökk.

Myndir Guðmundur Ólafsson

 

 

 

 Grettir að störfum 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Grettir að störfum 4


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Sæll Sigmar,þetta var ljótur grikkur sem þú gerðir mér,þú ættir bara að vita hversu marga hringi ég er búinn að fara um landið í kollinum,ég er búinn að koma þarna en það er langt síðan, en hvar er að vefjast fyrir mér en helst er ég á því að þetta sé á Flatey á Skjálfanda,gamla höfnin,húsaröðin og kirkjan passa við staðinn og ef ég man þetta rétt þá á að vera önnur bryggja svolítið lengra til vinstri við grastangann sem þessi bryggja er við og upp af þeirri bryggju á að vera fiskverkunarhús ef ég man rétt,Byggðin er í eyði þarna og er búin að vera það að ég held síðan á árunum í kring um 1970,en húsin flest eru í eigu brottfluttra og fjölskyldna þeirra og er talsvert um sumardvöl þarna og handfæraveiðar voru töluvert stundaðar fram að kvótakerfi.En frekar er lítið um vatn til manneldis þarna (svipað dæmi og brunnvatnið heima í eyjum).

Hins vegar þá þekki ég prammann vel sem er við Grettir,hann og einn eins voru smíðaðir í Vélsmiðjunni Stál á Seyðisfirði fyrir Siglingingarmálastofnun/Vita og Hafnarmálastofnun,á árunum 78-9 og var hvor prammi smíðaur í tveim einingum,bakborðs og stjórnborð einingum og settir saman á lömum frammi í stefni og aftur undir vél,vélin og stýrishús eru laus frá dekki og opnast pramminn eftir endilöngu  og svo er drifbúnaðurinn hannaður íkt og utanborðsmótor og er þess vegna skrúfan jafnframt stýri prammans,þrælsniðugur búnaður.

Kv Laugi 95% viss

Sigurlaugur Þorsteinsson, 25.2.2011 kl. 18:05

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Laugi og takk fyrir þessar upplýsingar, vissi að þú myndir redda mér eins og venjulega. Gaman að fá þessar upplýsingar frá þér.

Þetta eru þrælgóðar myndir af skipunum og gaman að rifja upp að þessi dýpkunartæki voru til og eiga stóran þátt í uppbyggingu hafna     kringum landið.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 25.2.2011 kl. 20:07

3 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Sæll aftur ég skrifaði rangt ártal sem smíðaár prammanna það var 77-8 skakkaði einu ári.Já það var virkileg eftirsjá af Grettir,þetta var velbúið dýpkunarskip og verklegt,en lappirnar voru alltaf til vandræða í drættinum,þær sköguðu svo hátt upp og veiktu stöðugleikann,þegar hann var dregin yfir opið haf.

Kv Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson, 25.2.2011 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband