23.2.2011 | 22:07
Kafari í Hjálmbúningi að störfum
Unnið við köfun þar sem notaður er hjálmköfunarbúningur.
Myndirnar tók Guðmundur Ólafsson heitinn (F. 14,Jan 1923 D. 30. mars 2004)sem vann til margra ára hjá Vita og hafnarmálastofnun.
Því miður þekki ég ekki mennina á myndunum nema manninn fyrir miðju á fyrstu mynd hann heitir Samúel Andresson og er færeyingur og síðar vann hann við köfun, ég væri þakklátur ef einhver sem les bloggið léti mig vita ef þeir þekktu mennina á myndunum.
Ekki veit ég heldur hvar myndin er tekin
Athugasemdir
Sæll meistari Sigmar.
Ekki er ég svo fróður að vita hver kafarinn er á myndinni,en síðasti maðurinn hérlendis til að afla sér réttinda sem hjálmkafari heitir Árni Jónasson,hann og Kristján Jónsson skipherra sáu um kennslu og þjálfun kafara hjá Landhelgisgæslunni á árum áður,Árni starfaði lengi sem stýrimaður og þyrlusigmaður hjá gæslunni,afbragðsmaður í alla staði.
Kv Laugi
Sigurlaugur Þorsteinsson, 24.2.2011 kl. 14:50
Heill og sæll Laugi og takk fyrir þína athugasemd, það er alltaf einhver fróðleikur sem þú og Þórarinn Sigurðsson rafvirki koma með þegar þið komið hér inn með athugasemdir, það líkar mér vel
. Þetta eru það sk´´yrar myndir að það hljóta vera einhverjir sem þekkir þessa menn.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.2.2011 kl. 21:24
Gæti sýnst þetta vera á Húsavík, nokkuð öruggur um það
Halldór B. Halldórsson (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 14:23
Heill og sæll Halldór takk fyrir innlitið og upplýsingarnar um myndirnar.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 25.2.2011 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.