Góður harðfiskur hjá Friðborg ehf í Stykkishólmi

IMG_6571IMG_6565

 

Á fyrstu myndinni er Valentínus Guðnason skipstjóri og harðfiskframleiðanda ( Valli ) í miðju, og næsta mynd er af harðfiskinum góða, og myndin hér fyrir neðan er af Elisabetu Björgvinsdóttir

 

Um síðustu helgi vorum við hjónin í Stykkishólmi á árshátíð með vinnufélögum Kollu,

Við gistum á Hótel Stykkishólmi sem er ágætis hótel með virkilega góðum mat og þjónustu.

Einn liður í þessari árshátíðarferð var að skoða harðfisk gerðina Friðborg ehf. Sem var stofnuð fyrir rúmum tveimur árum.

IMG_6564Stofnendur og eigendur Friðborgar ehf eru Valentínus Guðnason skipstjóri og kona hans Elísabet Björgvinsdóttir, en þau vinna sjálf að framleiðslunni.

Valentínus eða Valli eins og hann er oftast kallaður var áður en hann fór í harðfiskgerðina skipstjóri á Gullhólma SH 201 frá Stykkishólmi  og fleiri bátum. Hann var eins og margir sjómenn búinn að fá nóg af sjónum í bili að minsta kosti og fór því út í þetta fyrirtæki. Valli er þó ekki alveg búinn að segja skilið við sjóinn og bátana, hann rær á trillu á sumrin og fiskar þá grásleppu.

Maður fær sem sagt ágætis sögu frá Valentínus þegar maður heimsækir þetta ágæta fyrirtæki.  

En ástæða þess að ég ákvað að blogga um Friðborg ehf er að við sem þarna komum í heimsókn og smakk, vorum sammála um að þessi harðfiskur sem þau hjón framleiddu væri sá besti á markaðnum, hann slær meira að segja út þeim vestfirska sem ég kaupi oft í Kolaportinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband