Stjórn Slysavarnardeildar Eykyndils í Vestmannaeyjum 1970

Eykyndilskonur 1970Stjórn Slysavarnardeildar Eykyndils í Vestmannaeyjum 1970::

Fremri röð frá vinstri: Eygló Einarsdóttir, gjaldkeri, Anna Halldórsdóttir, formaður, Þórunn Sigurðardóttir, ritari,

Aftari röð t.f.v: Dagfríður Finnsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Sigurbjörg Guðnadóttir og Klara Friðriksdóttir.

Slysavarnardeildin Eykyndill hefur í gegnum árin verið ein öflugasta deild Slysavarnarfélags Íslands, við sjómenn eigum þeim mikið að þakka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Sæll Sigmar.

Já þær eru glæsilegar konurnar á bak við björgunarsveitirnar,mér hefur löngum fundist þeirra hlutur í starfi Slysavarnarfélagsins vera fyllilega jafn og björgunarmanna,þessar konur stóðu vaktina yfir fársjúkum skipbrotsmönnum illa förnum af vosbúð og kulda og önnuðust um leið björgunarmennina,þessar konur lögðu nótt við nýtan dag við að efla starf sveitana með fjársöfnun,allskyns basarar kökur,prjónlesi,happadrætti og tóku að sér hin ýmsustu verk og afraksturinn fór í að afla björgunartækja,búnað í neyðarskýlin,húsnæði.Gamall málsháttur segir :Ber er hver að baki sér nema bróður eigi:Það hefur verið hlutverk þessara kvenna að standa líkt og klettur í hafi,þétt við bak björgunarsveitana,með öllum tiltækum ráðum.

En því miður man ég ekki eftir að nein þeirra hafi hlotið forsetaorðuna fyrir sín störf og ef það er rétt hjá mér,þá er það vanvirðing við þessar konur,það má alveg halda merki þeirra á lofti og sýna þeirra starfi engu minni virðingu en björgunarsveitarmönnum,það er réttur þeirra í gegnum þrotlaust starf og fórnfúst og fjölda mannslífa sem þær hafa bjargað með starfi sínu.

Kveðja Laugi 

Sigurlaugur Þorsteinsson, 19.2.2011 kl. 19:57

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Laugi og takk fyrir góða athugasemd, allar þessar slysavarnarkonur í kringum landið eiga hrós skilið og margar þeirra eiga auðvitað orðu skilið.

Þessar mynd eru úr gamalli Árbók SVFÍ, en í dag er hætt að setja myndir af þessum konum í Árbókina. Mér finnst Árbókinni hafa farið mikið aftur á síðustu árum. 

Kær kveðja 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.2.2011 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband