Er ekki þarna verið að misnota Sjómannadagurinn ???

Leggja Smáey á Sjómannadag

 

Þessi frétt af uppsögnum þriggja stýrimanna af Smáey VE er að mínu viti ekki viðeigandi.

 

Ég ætla ekki að gera lítið úr kvótaskerðingu þeirra útgerða sem fyrir henni hafa orðið, og ég get vel skilið útgerðarmenn sem hafa á undanförnum árum keypt aflaheimildir fyrir hundruð miljóna sem svo með einu pennastriki er strokað út af stjórnvöldum. Ég ætla ekki að fara að hætta mér út í umræðu um kvótakerfið sem slíkt, enda hef ég ekki hundsvit á því, veit bara að það þarf að gera lagfæringar á því, svo sátt náist um þetta umdeilda kerfi.

Það sem mér líkar ekki, er þessi fréttaflutningur sem er beinn áróður að mínu viti, þarna er verið að nota uppsagnir sjómenna til að þrýsta á stjórnvöld. Við skulum skoða þessa frétt í Fréttablaðinu sem fréttaritarinn / Óskar skrifar.

 

Fyrirsögn Fréttar:

Bergur/Huginn í Vestmannaeyjum ætlar að leggja Smáeynni á Sjómannadaginn.

Í fyrsta lagi er fyrirsögnin að mínu mati óviðeigandi.

Hvers vegna er þarna nefndur hátíðardagur sjómanna Sjómannadagurinn ? það eru 4 mánuðir í Sjómannadaginn en uppsagnarfrestur er 3 mánuðir.   

Í öðru lagi  er sagt að það hafi verið sagt upp skipstjóra og tveimur stýrimönnum þar sem þeir séu á þriggja mánaða uppsagnafresti. Síðan segir að það eigi að færa þessa þrjá skipstjórnarmenn yfir á hin skipin Vestmannaey og Bergey.

Hvað með þá skipstjórnarmenn sem eru fyrir á þeim skipum?? Fá þeir kannski uppsagnarbréf sem segir að þeir eigi að taka pokann sinn á hátíðardegi sínum Sjómannadeginum.

Hvað með vélstjórana, sem einnig eru með þriggja mánaða uppsagnarfrest ? Þarf ekki að hóta þeim að þeir verði atvinnulausir á hátíðardegi sjómanna Sjómannadegi ??

 Síðan er sagt að tólf til sextán séu í áhöfn Smáeyjar VE og þeim hafi verið tilkynnt að frekari uppsagnir séu fyrirhugaðar. Þetta er að mínu viti illa dulbúinn áróður sem stenst ekki skoðun.

 

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að sjómenn þurfi að fara að gera sér grein fyrir því, að það þarf að ráða fagmenn í að svara þessum lúmska áróðri sumra útgerðarmanna. Þeir forustumenn sem nú eru í forustu sjómanna virðast ekki vilja standa í þeirri vinnu að svara áróðursgreinum, og sjómennirnir sjálfir eru í dag ekki í aðstöðu til þess af óeðlilegum ástæðum sem ég þarf ekki að nefna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, já  það er ýmislegt furðulegt við sjómennskuna, ég er fegin að þurfa ekki að standa í þessu stappi núna. Ég er hjartanlega sammála þér hér að ofan, en hugsaðu þér Sigmar hvað þessi skerðing hefur neikvæð áhrif á fiskistofna í formi brottkasts, það allavega breytist ekki mikið til hins betra á Stíganda þar sem ég reri í föstu starfi síðast, þar var öllum þorski sem náði ekki einu kílói hent í hafið og allri smáýsu. Og svo segja atvinnurekendur að kvótakerfið sé það besta í heimi!

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 15.2.2011 kl. 20:28

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi og takk fyrir innlitið, já það er ýmislegt skrítið við sjómennskuna í dag eins og þú réttilega bendir á. Ég hef nú forðast að blogga hér um pólitík eða kvótakerfi enda hef ég lítið vit á því. En þessi frétt fannst mér lykta af áróðri á sjómenn og á Sjómannadaginn og gat ekki stillt mig um að gera við hana athugasemd. Veist þú Helgi Þór hver þessi Óskar fréttamaður er sem skrifar þessa frétt?

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 15.2.2011 kl. 23:55

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, ég hef ekki hugmynd hver sá maður er sem heitir Óskar og skrifar þessa frétt í fréttablaðinu, ég hef nú grun um að formaður útvegsbænda félagsins Heimaey hafi eitthvað með þessa frétt að gera, þessi frétt er svo illa lyktandi og dregin úr samhengi.

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 16.2.2011 kl. 06:38

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi, það væri gaman að vita hvort þessi Óskar er Eyjamaður. Ég veit ekki hverjir stjórna nú Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja, en þegar ég var í Eyjum voru þar yfirleitt góðir menn við stjórnvölinn, vona að svo sé en. Alla vega eru þeir útgerðarmenn sem ég þekki í Eyjum góðir kallar sem manni þikir bara vænt um, en að vísu þekki ég ekki þá alla sem gera þar út báta í dag.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.2.2011 kl. 15:12

5 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, þar er úrvegsbændafélagið Heimaey, sem ég er að tala um, Magnús Kristinsson stofnaði það utan um bátana sína, fyrir svona fjórum til fimm árum. Honum hefur ekki verið stætt í félagi með öðrum:-)

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 16.2.2011 kl. 22:12

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill  og sæll aftur Helgi minn. Ég vissi ekki að það væru tvö útvegsbændafélög í Vestmannaeyjum, mér fannst líka þessi ummæli þín um útvegsbændur í Eyjum ekki passa við þá reynslu sem ég hafði af þeim þegar ég var í Eyjum.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.2.2011 kl. 22:58

7 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Helgi Þór Gunnarsson, 17.2.2011 kl. 00:10

8 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Sælir félagar.

Hafði ekki heyrt þetta áður með Sjómannadaginn. Var látinn vita af uppsögnum. Þær áttu að vera með þriggja mánaða fyrirvara hjá yfirmönnunum og þeim sem lengst hafa starfað hjá útgerðinni, aðrir eiga mánuð. Það fylgdi sögunni að öllum hefði verið boðin vinna á hinum skipunum tveimur. Ekki var minnst einu orði á Sjómannadaginn í þessu sambandi. En auðvitað rétt hjá þér Simmi. Mjög ósmekklegt að tengja Sjómannadaginn við þessa frétt.

Valmundur Valmundsson, 18.2.2011 kl. 15:50

9 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Athyglisverð frétt. Hafði ekki séð þetta svona en vissi af þessum uppsögnum í gegnum menn sem að maður þekkir þarna um borð en ekkert nánar um það. Vonum bara að úr rætist. Verðum á þessari stundu að gleðjast yfir auknum loðnukvóta t.d. - þó það sé skammgóður vermir. En það er fullt af öðrum vinklum sem hægt er að taka á þetta mál en ég ætla ekkert að fara að fara í einhverjar vangaveltur fram og til baka. bestu kveðjur

Gísli Foster Hjartarson, 18.2.2011 kl. 23:11

10 identicon

Hvernig getur þú Helgi tengt þessa frétt við MK. Það er tekið sérstaklega fram í fréttinni að ekki hafi náðst í hann við vinnslu fréttarinnar. Það er svo greinilegt að þessi frétt er unnin án heimilda.

Sjómannadagurinn er hvergi nefndur í þessu samhengi, en  rétt er það að mánaðarmótin Mai Júní voru nefnd, sem hitta líklega á sjómannadag, þó tel ég að það hafi ekki verið meðvitað í upphafi.

Hvet alla, og sérstaklega svona menn eins og þig Helgi sem tala með rassgatinu að lesa umfjölunina í fréttum s.l. fimmtudag um málið.

P.s. Er ekki nýverið búið að segja öllum á Bylgju upp án þess að bjóða þeim eitt eða neitt í staðin.

MK tók fram við áhöfnina á Smáey að öllum heimamönnum yrði tryggt áframhaldandi pláss hjá útgerðinni eftir því sem frekast væri unnt. Nú þegar hafa nokkrir áhfanameðlimir ráðið sig á þau skip frá og með Júní

áhafnarmeðlimur (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 13:15

11 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heilir og sælir félagar, þetta blogg mitt hafði nú kannski meiri áhrif en mér datt í hug þegar ég setti það inn á síðuna mína sem má víst þakka eða kenna Fréttum. Ástæða þess að ég bloggaði um þessa frétt var eingöngu vegna þessa að hún tengdi þessar uppsagnir sjómanna við sjómannadaginn sem mér fannst óviðeigandi. Ég var síður en svo með það í huga þegar ég skrifaði bloggið að gera athugasemdir við uppsagnir þeirra sjómanna sem þarna var um rætt, vildi aðeins gera athugasemdir við þessa frétt sem sem slíka, mér fannst hún mjög svo ógeðfeld og hún er það. Ég get ekki gagnrýnt þessar uppsagnir M.K. þar sem ég veit að margar útgerðir eru í vanda vegna kvótaskerðingar. Þess vegna skrifaði ég eftirfarandi formála áður en ég gagnrýndi fréttina:

"Ég ætla ekki að gera lítið úr kvótaskerðingu þeirra útgerða sem fyrir henni hafa orðið, og ég get vel skilið útgerðarmenn sem hafa á undanförnum árum keypt aflaheimildir fyrir hundruð miljóna sem svo með einu pennastriki er strokað út af stjórnvöldum. Ég ætla ekki að fara að hætta mér út í umræðu um kvótakerfið sem slíkt, enda hef ég ekki hundsvit á því, veit bara að það þarf að gera lagfæringar á því, svo sátt náist um þetta umdeilda kerfi.

Það sem mér líkar ekki, er þessi fréttaflutningur sem er beinn áróður að mínu viti, þarna er verið að nota uppsagnir sjómenna til að þrýsta á stjórnvöld".


Þetta var kannski ekki næjanlega skýrt sett framm hjá mér alla vega sendi Magnús Kristinsson mér tölvupóst þar sem hann var óhress með þetta blogg mitt, tók það sem gagrýni á sig og þessar uppsagnir hans á sjómönum, sem það átti ekki að vera. Ég svaraði tölvupósti hans og skýrði þetta út fyrir honum, og hann skýrði svo út sitt sjónarmið, við ræddum svo saman í síma, þannig að það er held ég út úr heiminum.  

  Sjómannadagurinn er í mínum huga afar mikilvægur hátíðar og  baráttudagur fyrir sjómenn, og það fer afskaplega í taugarnar á mér þegar hann er misnotaður,að ég tali nú ekki um þegar verið er að breyta nafni hans og tilgangi í Hátíð hafsins, Hafnardaga og s.f.v. þetta er gert án athugasemda sjómanna.
Þessi frétt fannst mér vera einn liður í að misnota þennann dag sem við sjómenn og fyrverandi sjómenn eigum að verja með kjafti og klóm og  það geri ég hiklaust og hvet sjómenn til að gera slíkt hið sama.

Við vitum það líka að mikill áróður er í gangi vegna kvótakerfissins og svífast menn einskis í þeim efnum. Ég er mjög undrandi að áhafnarmeðlimur skuli ekki þora að tjá sig undir nafni, en kannski er þetta akkurat tíðarandinn, sjómenn þora ekki að tjá sig nema undir dulnefni. Þess vegna veit engin hver þarna er á ferðinni og því ekki hægt að taka mark á orðum hans.

Að endingu vil ég koma því á framfæri að ég mun áfram hafa skoðanir á þeim málum sem ég hef áhuga fyrir, og hef reyndar lengi verið að hugsa um að blogga um Sjómannadaginn og stöðu sjómannsins í dag. Það er áhugavert fyrir sjómenn að íhuga stöðu sína á þessum umbrotatímum.

Takk fyrir innlitið strákar og vinsamlegast skrifið undir nafni þegar þið gerið athugasemdir.

Kær kveðja SÞS


 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 20.2.2011 kl. 20:23

12 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, við þig "áhafnarmeðlimur" Langar mig að benda þér á að fleiri skipum hefur verið lagt og ekkert sagt fá því í blöðum!. Af hverju er ekki að grassera sukk þarna eins og annarstaðar í kringum Útrásarvíkinga? Og svo í lokinn"áhafnarmeðlimur" Þá dæma þín orð þinn persónuleika :-(

Sigmar, ég er sammála þér með sjómannadaginn, og það er alveg rétt það sem þú segir um nafnleyndina.

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 20.2.2011 kl. 23:50

13 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi, datt ekki í hug þegar ég bloggaði um þesa frétt að hún vekti svona mikla athygli, hef fengið bæði tölvupósta og hringingar þar sem menn hafa tjáð sig um hana á ýmsa vegu.

Þetta er undarlegur "áhafnarmeðlimur" sem þorir ekki að skrifa undir nafni, það bendir til þess að hann þurfi stöðu sinnar vegna að halda nafni sínu leyndu. Hann hefur líka undarlegar skoðanir á fréttamiðlum, þar sem hann segir: "Það er svo greinilegt að þessi frétt er unnin án heimilda". Hvar átti þessi fréttamaður að fá heimildir til að segja eða skrifa þessa frétt ?.

Já Helgi, það eru enn sterk öfl í landinu sem vilja hefta málfrelsi, en það er okkar að ákveða hvort við skrifum eða tölum um þau málefni sem okkur hugnast að ræða, látum ekki neinn stoppa okkur af með það, allra síst menn sem ekki þora að skrifa undir nafni.

Ég læt þetta næja um þetta blogg mitt.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.2.2011 kl. 20:57

14 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Helgi Þór Gunnarsson, 25.2.2011 kl. 06:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband