12.2.2011 | 16:21
Hilmir Högnason og Brynjólfur
Myndir: Hilmir Högnason, Brynjólfur Bátasmiður og Gísli Brynjólfsson
Hilmir Högnason orti um
Brynjólf bátasmið.
Hjá Binna má bæði finna
broslegt og hlægilegt.
Minna hann sýnist sinna,
því, sem er leiðinlegt.
Brynjólfur var í sjúkranuddi hjá Fanneyju nuddkonu og hittust þeir skáldabræður
Þar stundum, og gerði Hilmar eftirfarandi í orðastað Brynjólfs:
Sem barn ég velti vöngum
vita þurfti flest.
Hjá Fanney ligg ég löngum
og líður einna best.
Úr gömlu Sjómannadagsblaði
Athugasemdir
Sæll vertu.. Hér er fyrsta vísan í ljóði sem Hilmir samdi um 47 modelið.ég sá þetta í ljóðabók sem hann gaf út og heitir "Vatnsdals Hilmir er og verður til"
Í Eyjum við framleiðum fegurstu fljóð
sem frægt er um veröldu víða.
Skáldin í unnvörpun yrkja þeim ljóð
sem öll munu lifa með þessari þjóð
og sögunar spjöldin svo prýða..
kv þs
þs (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 22:22
Heill og sæll Þórarinn og þakka þér kærlega fyrir þessa vísu um 1947 módelið, það er alltaf fengur í þínum athugasemdum.
Ég vissi ekki að Hilmir hefði gefið út ljóðabók, það væri gaman að eignast "Vatnsdals Hilmir er og verður til" veistu hvort þessi bók er enn til sölu Þórarinn.???????
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 12.2.2011 kl. 22:35
Ég skal hitta Hilmir og fá bók verðum í bandi kv þs
þs (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 22:52
Heill og sæll aftur, þakka þér kærlega fyrir Þórarinn, hann getur sent mér hana í Póstkröfu.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 12.2.2011 kl. 23:00
Sæll vertu,Hilmir ætlar að koma með bók til mín á morgun og ég bað hann að árrita hana,, heyrumst kv þs
þs (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 16:53
Heill og sæll Þórarinn, þakka þér kjærlega fyrir þetta, það verður gaman að eiga hana áritaða af höfundinum, mig hlakkar til að fá hana í hendur og lesa. Ég á báðar ljóðabækur Hafsteins Stefánssonar áritaðar. Ég á reyndar töluvert mikið af ljóðabókum sem Soffía tengdamamma gaf mér á sínum tíma, en mest þikir mér gaman að lesa ljóð eða vísur um lífið og fólkið í Vestmannaeyjum eftir Eyjamenn og konur. Það er mikið af þessu efni í Sjómannadagsblöðum Vestmannaeyja og Þjóðhátíðarblöðunum.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 13.2.2011 kl. 21:01
Sæll Simmi
Ég kíki reglulega á síðuna hjá þér og hef gaman af. Það er rétt hjá Hilmari, Brynjólfur bátasmiður var minna í þessu leiðinlega. Hann var skemmtilegur maður. Einhverju sinni, þegar við sátum og spjölluðum, á Hraunbúðum, talaði hann um þetta með kvennsemina, það ætlaði seint að eldast af honum, svo hló hann. Sagðist vera að fylgjast með stelpunum, en orkan færi þverrandi. Svo fór hann með þessa vísu:
Þú hefur alveg heillað mig
hug minn tekið fanginn.
Með augunum ég elti þig
alla leið út ganginn.
...... svo hló hann
Bestu kveðjur frá Selfossi
Guðný Ingvars (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 08:48
Heil og sæl Guðný og takk fyrir þessa skemmtilegu athugasemd. Já Brynjólfur var skemmtilegur maður .
Allaf gaman að fá svona athugasemdir Guðný, að ég tali nú ekki um svona skemmtilega Vísu.
Kær kveðja úr Kopavogi.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 14.2.2011 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.