5.2.2011 | 00:24
AHÖFN TF-SIF 1986
Myndin tekinn á Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum þann 26. júní 1986 af áhöfn Þyrlunar TF-SIF Landhelgisgæslunar.
Tfv: Páll Halldórsson, Kristján Þ. Jónsson, Sigurður Steinar Ketilsson og Hermann Sigurðsson.
Þessir menn hafa staðið sig vel í sínu starfi.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:38 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Færsluflokkar
Tenglar
Greinar
- Þórunn Sveinsdóttir Búið er að setja inn myndskreytta útgáfu á PDF formi, af grein Sigmars Þórs um Þórunni J. Sveinsdóttur.
Bloggvinir
-
solir
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
thorirniels
-
reykur
-
fosterinn
-
georg
-
valurstef
-
ews
-
mattikristjana
-
nkosi
-
jonsnae
-
vardturninn
-
omarragnarsson
-
godaholl
-
raggie
-
jp
-
gisligislason
-
nimbus
-
oliskula
-
laugi
-
hljod
-
islandsfengur
-
jaj
-
omarbjarki
-
svanurg
-
fiski
-
saemi7
-
gmaria
-
olafurjonsson
-
snorribetel
-
1kaldi
-
asthildurcesil
-
skari
-
sng
-
nautabaninn
-
bjarnihardar
-
oskareliasoskarsson
-
dressmann
-
flinston
-
skagstrendingur
-
svarthamar
-
noldrarinn
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.2.): 7
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 87
- Frá upphafi: 846926
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 55
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sigmar, það er svolítið skondið að sjá þessa mynd, ég var þarna í júníbyrjun á fyrsta námskeiði slysavarnaskóla sjómanna í Eyjum, og heimsótti þyrlan okkur líka.
Þessir menn eru hetjurnar okkar, í mínum huga.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 5.2.2011 kl. 08:34
Heill og sæll Helgi Þór og takk fyrir innlitið. Ég er hjartanlega sammála þér að þetta eru hetjur í mínum huga og örugglega allra sjómanna.
Kær kveðja úr Kópavogi.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.2.2011 kl. 11:57
Þessa menn þekki alla og hef siglt með þeim,þeir Páll,Kristján og Hermann eru hættir störfum hjá Gæslunni.
En eitt hefur vafist fyrir mér í sambandi við Slysavarnarskóla sjómanna og það er brautryðjendastarf Þorvalds Axelsonar sem leiddi þetta starf frá 83 og lagði mikla vinnu i verkefnið,ég var öryggiskafari við nokur námskeið og starfaði með honum gegnum sjóflokk Ingólfs og kynntist honum vel,og veit nokkuð hversu mikla vinnu og harðfylgi hann lagði í þetta starf,má vera að það hafi aflað honum óvinsælda meðal manna,en verk hans standa og hann á heiður skilið fyrir sitt framlag og það á að meta það að verðleikum,sem og starf annara sem komu skólanum á legg og unnu við námskeiðin og flestir án annara launa en ánægjuna af góðu verki og fyrstu námskeiðin voru alfarið mönnuð af sjálfboðaliðum,það er að segja sjóæfingarnar og ég hef lengi verið ósáttur hvernig það hefur horfið í tali um skólann,þegar ég var í vélskólanum 89 voru allir á launum sem störfuðu við þetta.
Kv Laugi
Sigurlaugur Þorsteinsson, 5.2.2011 kl. 13:14
Heill og sæll Laugi og þakka þér fyrir innlitið og þessa góðu athugasemd. Það er rétt hjá þér að oft vill gleymast brautriðendastarf þeirra manna sem fyrstir koma þessum málum af stað eða á koppinn eins og stundum er sagt. Ég man vel eftir Þorvaldi Axelsyni og Höskuldi sem voru í þessari kennslu fyrst. Það voru líka þingmenn og margir áhugamenn sem komu að þessu verkefni og gerðu það mögulegt. Það væri gaman að rifja þetta upp og koma á blað.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.2.2011 kl. 13:42
Laugi þetta er úr minningagrein um Þorvaldl:
"Þorvaldur Birgir Axelsson fæddist á Læk á Skagaströnd hinn 22. ágúst 1938. Að loknu námi í Stýrimannaskólanum starfaði Þorvaldur sem stýrimaður og síðar skipherra hjá Landhelgisgæslunni í áratugi. Hann lét öryggis- og björgunarmál sjómanna mjög til sín taka og kom á fót Slysavarnaskóla sjómanna, mótaði starfið og var fyrsti skólastjórinn. Hann sótti fjölmörg námskeið á sviði öryggismála víða um lönd og var einn best menntaði kafari landsins".
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.2.2011 kl. 14:21
Sæll Sigmar, ég er sammála Sigurlaug um þetta mál, Þorvaldur var einmitt skólastjóri á þessu fyrsta námskeiði hér í Eyjum, og Höskuldur að mig minnir Kárason, eftirminnilegir menn.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 5.2.2011 kl. 17:13
Sælir strákar,Já það væri þarft verk að koma sögu skólans á blað og þeirra sem voru brautryðjendur í starfi hans,ég held að hugmyndin að stofnun hans hafi fengið verulega byr undir báða vængi eftir að nokkrir félagar úr björgunarsveitunum víðsvegar af landinu fóru til Skotlands á námskeið þar hjá skóla sem þar starfði við þjálfun þyrlusveita og bresku sjóflokkana sem þar starfa og þeirra sem vinna á olíuborpöllunum,þetta var um kringum 81-82 og í framhaldinu komu öflugir harðbotna björgunarbárar og síðan notaðir björgunarbátar sem við sjáum í dag og hafa margsannað sig.
Árið 84 komu svo tveir leiðbeinendur frá Skotlandi og héldu námskeið og æfingar um notkun harðbotnabátana og á svipuðum tíma hóf Þorvaldur starf sitt eftir að hafa látið af störfum hjá Gæslunni,skotarnir fóru svo um landið og héldu nokkur námskeið sem voru virkilega góð.
Þetta er mikil saga og vel þess virði að geyma og halda til haga ásamt þætti þeirra sem lögðu sitt af mörkum,á svipuðum tíma og nokkru fyrr byrjuðu miklar umræður um sleppibúnaðin og Markúsarnetið og fl,í dag finnst öllum þetta vera sjálfsagður hlutur,en eins og kanske þú manst Sigmar þá voru töluverðar deilur um sumt af þessu.
En þessi mál hafa alltaf verið mér hugleikin og stafar það kanske af afdrifum föður míns,þó slysið sem hann lést í hafi ekki nema að litlu leiti verið tengt sjó,en afdrif þeirra á Þráinn VE og fl höfðu mikil áhrif á mig sem og aðra eyjamenn,og klifur Jóns upp Ofanleitishamarinn og svona mætti lengi telja allt þetta er kanske orsök fyrir því að eyjamönnum er ofar í huga en flestum landsmönnum,öryggismál sæfarenda.
Sigurlaugur Þorsteinsson, 6.2.2011 kl. 11:50
Sæll Sigmar, og Sigurlaugur líka, Sigurlaugur, ég man mjög vel eftir þessum umræðum um björgunarmál, það væri gaman að sjá sögu slysavarnarskóla sjómanna á prenti.
Það hefur alltaf vakið undrun mína hvað þjóðfélagið er sofandi hvað varðar slysavarnamál, og þá ekki bara sjómanna!
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 6.2.2011 kl. 14:36
Heill og sæll Laugi og Helgi, Já það er þarft verk að koma þessari sögu á prent, en því miður viðist vera búið að þagga niður umræðuna um sjóslys, ég er reyndar komin á þá skoðun að þetta sé vísvitandi gert. Svo virðist einnig áhugi sjómanna á þessum málum hafa vera mun minni en hér áður fyr. Alla vega eru mjög fáir sem tjá sig hér á blogginu mínu þegar ég blogga um öryggismál sjómanna, en einstaka menn gera það þó þar á meðal þið ágætu bloggvinir.
Þú nefnir Þráinn NK sem fórst 1968 og með honum öll áhöfnin allt menn úr Eyjum nema einn sem bar búsettur í Kópavogi, ég þekkti mjög vel flesta þessa menn og voru nokkrir þeirra leikbræður mínir. Þetta hörmulega slys varð til þess að ég fékk áhuga á þessum málum og hef reynt að að vinna að öryggismálum sjómanna ásamt mörgum öðrum eyjamönnum.
Því miður finnst mér áhugi manna í Vestmannaeyjum ekki eins mikill og áður var, menn halda kannski að ekki sé hægt að gera betur, eða að það sé nóg að fara í Slysavarnarskólka sjómanna og þá séu menn öryggir. Þetta er mjög mikill misskilningur, Slysavarnarskóli sjómanna var mjög stórt skref fram á við til að bæta öryggi sjómanna og þjálfa þá er slys ber að höndum og ekki hvað síst að vekja áhuga þeyrra á þessum málum. Það breytir því ekki að það þarf að vera stöðug um ræða um þessi mál og það er alltaf hægt að bæta öryggi sjómanna og það verður helst gert með því að sjómenn sjálfir komi með hugmyndir um það, eins og þeir hafa reyndar gert í flestum tilfellum þegar nýr öryggisbúnaður verður til.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.2.2011 kl. 14:47
Alveg sammála þér Helgi,áhugaleysi og doði alveg þar til slysin verða þá er spurt hvers vegna var ekki búið að gera eitthvað til að koma í veg fyrir að þetta gæti skeð,skrítið.????
Kv Laugi
Sigurlaugur Þorsteinsson, 6.2.2011 kl. 14:47
Nú fyrir nokkrum munaði mjög litlu að skip hafi farist í innsiglingunni í Grindavík, bátur fékk á sig Þrjú slæm brot þannig að allt fór á kaf nema stýrishús. Hann misti út báðar dragnæturnar og þarna munaði ekki miklu að báturinn færist og um borð voru að mig minnir fjórir menn.
Maður hélt að þetta væri stórfrétt og kæmi í Rúv sjónvarpi, einkum vegna þess að til voru myndir þegar báturinn kom inn í höfnina eftir óhappið með voðirnar dragandi á eftir sér. Nei ekki orð um þetta í fréttatímanum ( hafði reyndar verið sagt frá þessu í útvarpinu) Svona er nú fréttamatið á RÚV. En það var sagt skilmerkilega frá mörkum sem gerð voru í handboltanum, körfuboltanum og enska fótboltanum, meira segja er sagt á hvaða mín. þau koma og hver gerði mörkin hvað menn eiga margar stoðsendingar og svo framvegis, allt nákvæmlega skilgreint
.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.2.2011 kl. 15:04
Já stráka, við gætum skrifað endalaust um þessi mál, og það er rétt að það er aldrei og mikið rætt um slysavarnir, áróðurinn þarf stanslaust að vera í loftinu. Mér dettur í hug í sambandi við áhugaleysið, á þessum mörgu árum sem ég hef verið á sjó, hef ég aðeins verið þrisvar tekinn í nýliðafræðslu, það var á Vestmannaey, Stíganda og Herjólfi. Það er ekki mikið á þrjátíu og fjórum árum.
kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 6.2.2011 kl. 17:28
Já ég tek undir allt það sem þið segið og hef oft undrast doðan sem er á þessum málum í dag,hvað varðar þetta með bátin sem fékk á sig brotin núna um daginn,,, þá segi ég að mínu mati var sú ákvörðun að sigla inn við þessar aðstæður,,kolröng,,13 metra ölduhæð á duflinu,sundið þekkt fyrir ólög og þá er ekki talað um öll þau skip sem hafa farist þarna,ég skil ekki slíka ákvarðanartöku.
Mér er altaf minnistætt þegar ég vann hjá I,Pálmasyni við eftirlit með slökkvitækjum og brunakerfum,þá kom ég inn í fyrirtæki þar sem mikið var að í slökkvikerfinu og flest tækin ónothæf,eignadinn var ekki sáttur við athugasemdir mínar og tjáði mér að þessi búnaður væri bara baggi fjárhagslega og skilaði engum arði og að fyrirtæki ættu að skila arði,,,,,,þessi afstaða er ekkert einsdæmi,Hjá Eimskip man ég aldrei eftir að haldnar hafi verið brunaæfingar eða björgunaræfingar um borð,hjá DFDS í Danmörk voru slíkar æfingar haldnar einu sinni í viku til skiptis og ef áhafnarmeðlimur mætti ekki á 2 æfingar fékk hann aðvörun og við 3 sinn afskráningu,hjá gæslunni voru aldrei haldnar slíkar æfingar.
Svo af þessu má ráða að þó flest hafi batnað þá er langur vegur eftir og næg verkefni sem þarf að fylgja eftir,og því miður þá eins og þú segir Sigmar er umræðan lítil og doði í alsráðandi í þessum málum.
Kv Laugi
Sigurlaugur Þorsteinsson, 7.2.2011 kl. 10:24
Sælir Strákar, ég get þá vitnað um að á Herjólfi eru haldnar æfingar reglulega, enda hafa þeir fengið viðurkenningar fyrir, svo hef ég lent í slíkum æfingum á Vestmannaey( eldri ), Stíganda, Sighvati Bjarnasyni og Kap. Það fannst mér mjög gaman, þó vildi ég ekki lenda í háska og hef aldrei lent í.
kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 7.2.2011 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.