4.2.2011 | 20:08
Sjómannabók eftir Pál Ægir Pétursson
Ný Bók fyrir sjómenn. Sjómannabók eftir Pál Ægir Pétursson og myndefni Jóhann Jónsson
Nýja Sjómannabókin er einkum ætluð þeim sem eru að hefja sjómennsku en getur einnig nýst þeim sem þegar hafa aflað sér reynslu af starfsgreininni. Í bókinni er meðal annars fjallað um helstu veiðiaðferðir, veiðarfæri og vinnubrögð til sjós, björgunartæki og öryggismál auk þess sem leiðbeint er um notkun helstu siglingatæka.
Útgáfa og dreifing: Siglingastofnun Íslands Vesturvör 2. 200 Kópavogi.
Bókin er gefin út með atbeina Verkefnastjórnar áætlunar um öryggi sjófarenda. Sem hefur á undanförnum árum gefið út fjöldan allan af fræðsluefni bæði bækur og rit ásamt fræðslupésum og mynddiskum. Allt er þetta liður í að bæta öryggi og líðan sjómanna, farþega og skipa.
Höfundur texta: Páll Ægir Pétursson
Höfundur myndatexta: Jóhann Jónsson (Jói Listó) sem einnig gerði myndakápu.
Þetta er að mínu viti glæsileg og frábær bók fyrir alla sjómenn og á öruglega eftir að koma sjómönnum vel í framtíðinni. Hún er eins og kemur fram hér að ofan prýdd fjólda teiknaðra litmynda eftir Eyjamanninn Jóa Listó auk nokkra ljómynda, bókin er 235 blaðsíður.
Ég mæli eindregið með að allir sjómenn eignist þessa bók.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.