9.1.2011 | 20:56
Gamlar auglýsingar úr Eyjablöðum
Fyrir margt löngu sá ég um auglýsingasöfnun í Sjómannadagsblað Vestmannaeyja, því blaði hefur alla tíð gengið vel að afla auglýsinga. Eitt sinn er ég var að safna auglýsingum sagði einn fyrirtækiseigandinn við mig, að hann auglýsti m.a. vegna þess að með þvi væri hann að varðveita nafnið á fyrirtækinu. Þegar ég hætti þessum reksri mínum eða fyrirtækið fer á hausinn. Þá er þó minningin um það til í auglýsingu í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja sem er vandað blað sem margir eiga og geyma.
Þetta held ég að sé rétt áliktað hjá þessum eiganda fyrirtækisins. Fyrirtæki og einstaklingar skulu því endilega halda áfram að auglýsa í sem flestum blöðum.
Þessar auglýsingar skannaði ég úr gömlu Þjóðhátíðarblaði Þórs og Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja, bæði þessi fyrirtæki eru hætt rekstri en minningin um þau lifa í þessum auglýsingum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.