Loftbúðarskipið SRN 6 í Vestmannaeyjum 1968

img169

 

Ég hef áður sett á síðuna mína myndir af þessu SRN 6 loftpúðaskipi sem sigldi m.a. milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru og einnig Reykjavíkur og Akranes ef ég man rétt. Afturhluti þess ásafnt hreyfli líkist meira flugvél en skipi.

Myndina lánaði mér Ingibergur Óskarsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Væri það ekki ágætis málamiðlun, að svona loftpúðaskip yrði fengið til fólksflutninga milli Eyja og Landeyjarhafnar en Herjólfur yrði í bíla- og vöruflutningum milli Eyja og Þorlákshafnar???????????

Jóhann Elíasson, 31.12.2010 kl. 16:53

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll kæri bloggvinur og takk fyrir innlitið. Þetta var skemmtileg tilraun með loftpúðaskipið SRN 6 á sínum tíma en eins og þú veist öruggleg eins vel og ég að rekstur á svona skipi kostar óhemju mikið. Ég var svo lánsamur að komast með því eina ferð og var það ógleymanlet að fara þarna í sandinn á nokkrum mín. En Jóhann nú höfum við Landeyjahöfn sem á örugglega eftir að þjóna okkur um ókomin ár þó þetta hafi ekki gengið nógu vel hingað til vegna eldgosa og fl. vandræða, þá trúi ég því að þetta eigi eftir að lagast í framtíðinni. Dýptarmælingar komu vel út í gær eftir síðustu brælu þannig að sandburður úr Markarfljóti hefur minkað mikið. Það er ennþá mín trú að þessi höfn eigi eftir að vera mikil lyftistöng fyrir Vestmannaeyjar og suðurland allt þegar tímar líða. Við þurfum bara að vera þolinmóð og bjartsýn, alla vega leyfi ég mér þeð .

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 31.12.2010 kl. 17:34

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Tæknin hefur mikið breyst frá því að þetta var en kannski á eftir að verða hagkvæmt að reka svona skip.  Ég er enn á þeirri skoðun að eldgosið eigi lítinn þátt í hvernig farið hefur með Landeyjahöfn, en ég nenni ekki að þrasa um það núna. Nú eru áramót og við tökum á móti nýju ári með brosi á vör og bjartsýni og látum allt það leiðinlega fara lönd og leið í kvöld og njótum bara lífsins og allt sem það hefur upp á að bjóða.  Skál kæri vinur.

Jóhann Elíasson, 31.12.2010 kl. 19:29

4 identicon

Sæll vertu,,,bara til gamans,þá var lengdin á þessum loftpúða 17.8 m breidd tæplega 10 m  heildar þungi á skipinu full lestuðu var 11 tonn.Mototinn var Rolls-Royce með turbinu 1050 hp og var hraðinn á skipinu 50 kn, þessir hreyflar voru samskonar og í flugvélum Loftleiða (Monsunum) ég held að ég muni rétt að að þegar skipið var flutt út til Englands aftur þá var mótorinn ónýtur eftir sandinn í Bakkafjöru en hann óð inn í vélina gegnum turbínuna. Bakkafjara er ekkert að byrja á því að vera erfið kv þs

þs (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 17:49

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þórarinn og takk fyrir þessar upplýsingar um loftpúðaskipið, gaman að hafa þetta með þessari mynd.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 3.1.2011 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband